Lockheed Ventura I (+1944)

Skammt undan strönd Álftaness liggur flak af breskri herflugvél af gerðinni Lockheed Ventura – PV-2 (1). Skráningarnúmer JT-846. Nánar tiltekið rúmlega 300 metrum sunnan meginn við Hliðsnes. Hafði vélin skömmu áður tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli og brotlenti hún í sjónum. Öll áhöfn vélarinnar fórst.

Sjókort sem sýnir staðsetningu á flaki flugvélarinnar. (Kort; Nobeltech Navigator)

Lockheed Ventura voru léttar sprengjuflugvélar mikið notaðar til veðurathuganna, njósna og eftirlits m.a. eftir kafbátum á hafsvæðinu kringum Ísland. Þær voru notaðar af bæði breska og bandaríska hernum á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Hér á Íslandi voru þær m.a. notaðar af breska flughernum (Royal Air Force – RAF), 251 herdeildarinnar (Squadron). Sú herdeild hafði aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli og líka að Kaldaðarnesflugvelli áður en honum var lokað.

Lockheed Hudson/Ventura á flugi.

FLUGVÉLAFLAKIÐ
Flugvélin brotlenti á sjónum og sjálfsagt tvístraðist við snertingu við hafflötin. Brot úr flugvélinni liggja á víð og dreif um hafsbotninn. Nánast allt ál og grindarefni er horfið. Aðeins stærstu og öflugustu hlutar vélarinnar eru enn sýnilegir þar sem þeir liggja í sandinum á rúmlega 10 metra dýpi. Allt annað er nánast horfið og er kannski ekki við öðru að búast eftir 60 ára legu á grunnsævi. Mótorar vélarinnar eru enn með skrúfublöðin festa við þá, en þeir liggja með nokkru millibili. Síðan er hluti af hjólastelli vélarinnar enn sýnilegt, sjá mynd hér að neðan (3).

Fundist hefur 50.cal Browning vélbyssa úr flugvélinni sem hefur varðveist og prýðir hún félagsheimili Sportkafarafélags Íslands (SKFÍ) í Nauthólsvík.

Gaman væri að fá nánari upplýsingar um hvenær henni var lyft og gerð upp.

SPRENGJUR FINNAST VIÐ ÆFINGAKÖFUN 2003

Árið 2003 fundust við æfingaköfun hjá lögreglunni (RLS) og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) tvær djúpsprengjur sem hvort um sig innihélt 215 kg af sprengiefninu Torpex sem er víst mun öflugra en TNT.

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar (LHG) eyddu þessum sprengjum skömmu eftir að þær fundust.

Frétt Morgunblaðsins þann 03.10.2003 um sprengjufund úr vélinni.
Frétt Morgunblaðsins þann 03.10.2003 um sprengjufund úr vélinni.

KÖFUNARFERÐ OG KORTLAGNING Á FLAKASVÆÐINU 2009

Farinn var köfunarleiðangur í október 2009 með því markmiði að kortleggja flakasvæðið og kanna hvað væri að sjá, og eftir af flugvélinni.

Dýptarkort af brotlendingarsvæðinu. (AÞE-2009)
Dýptarkort af brotlendingarsvæðinu. (AÞE-2009)
Þrívíddarkort (3D Bathymetric map) af kortlöggðu svæði sem var rannsakað 2009. (Kort: AÞE-2009)
Hluti af lendingarbúnaði vélarinnar þar sem það hvílir á rúmlega 10 metra dýpi. (Mynd AÞE-2009).
Hluti af lendingarbúnaði vélarinnar þar sem það hvílir á rúmlega 10 metra dýpi. (Mynd AÞE-2009).
Hluti af lendingarbúnaði vélarinnar þar sem það hvílir á rúmlega 10 metra dýpi. (Mynd AÞE-2009. )

NÁNAR UM LOCKHEED VENTURA LEITAR & SPRENGJUFLUGVÉLARNAR

Fyrirrennari Lockheed Ventura herflugvélarinnar voru bresku Lockheed Hudson. Ventura vélarnar voru helst aðeins þyngri og rétt aðeins stærri. Voru þær hannaðar í tveimur útgáfum, PV-1 og PV-2 og þær fyrstu byrjuðu að fljúga í lok júlí mánaðar ársins 1941.

Stórir og öflugir mótorarar voru í vélinni en þeir voru tveir af gerðinni Pratt & Whitney „Double Wasp“ R-2800-51A 4G vélar. Þeir voru hvor um sig 2000 hesthöfl. Lockheed vélin náði allt að 300 mph hraða (480 km) og gat hæst flogið í 26.300 feta hæð (8,015km).

Vélin hentaði ágætlega til eftirlits vegna langdrægnis en drægnin var um 1.448km. Vænghaf þeirra var 19.96 metrar og heildarlengd 15.77 metrar. Óhlaðin vó vélin 8.8 tonn en fullhlaðin rúmlega 14 tonn.

Ef flakið undan strönd Álftaness sé Lockheed Hudson vél af gerðinni PV-2 þá var hún búin fimm framvísandi vélbyssum, sem síðar var þeim fjölgað upp í  átta vélbyssur en aðeins þremur ef um hefur verið að ræða PV-1 en gat verið búin átta 5 tommu (127 mm) flugskeytum og leitarradar.

Lockheed Hudson sprengjuflugvél á Kaldaðarnesflugvellinum í apríl 1941

ATHUGASEMDIR

1)  Ekki hef ég fundið neinar skriflegar heimildar um þetta flugslys, umfram því sem finna má á netinu, sjá m.a. krækjur hér að neðan. Áhugavert væri að fá upplýsingar um fundin á sínum tíma.

2)  Sama og athugasemd (1).

3) Heimildir sem búið er að staðfesta með köfunum yfir flakasvæðinu.

_____________________________________

UPPFÆRT 26.10.2012ATVIKASKÝRSLA FRÁ TÍMA SLYSSINS

Fundist hefur atvikaskýrsla dagsett, 19.05.1944. Þar kemur fram að á þessum degi hafi Kanadísk ?, Lockheed Ventura I farist í sjónum 1 mílu suðvestan Hafnarfjarðar, klukkan 10:10.  Gera má ráð fyrir því að þetta hafi verið umrædd Lockheed Ventura herflugvél. Ekki er líklegt að fleiri slíkar vélar hafi farist á þessum slóðum í seinni heimstyrjöldinni. Ef svo væri þá þyrfti ný leit að fara í gang.

Samkvæmt þessari atvikaskýrslu þá fórst þessi Lockheed Ventura I, s/n: JT 846, skömmu eftir flugtak er hún var á leiðinni til Prestwick, Skotlandi. Í vélinni voru tveir í áhöfn og einn farþegi. Fórust þeir allir. Tveimur líkum skolaði á land og einhverjum smáhlutum, log bók og fallhlíf, annað ekki.

Það voru Íslendingar sem voru vitni að slysinu og létu hermálayfirvöld vita.

Talið vera skriflegar heimildir, þær einu, sem fundist hafa frá tímum seinna stríðsins sem skýra frá því þegar vélin fórst í sjóinn.
____________________________________________________________________________________________________
  • UPPFÆRT 13.08.2019
  • Heimildir; Edward Harris / Hugi Hreiðarsson ágúst 2019

Frekari upplýsingar um tildrög slyssins og þá sem voru um borð í vélinni og fórust. Á tíma slyssins tókst aðeins að endurheimta tvo af þremur úr slysinu.

Jarðarför þeirra sem fundust fór fram í Fossvogskirkjugarði þann 23 maí 1944.

HÉR ERU NÖFN ÞEIRRA SEM LÉTUST Í SLYSINU OG NÁNARI ATVIKALÝSING

The crash of Ventura JT 846 in air operations (Ferrying Duties – delivery to UK) occurred approximately one mile out to sea at Hafnarfjodur, four miles south west of Reykjavik airfield. The three crew were:

  • Pilot – Captain Clarence Wheeler Perry (US citizen – civilian)
  • Navigator – Sergeant Leslie George Bradbury Ambler (RAF) – 1059304
  • Radio Operator – Pilot Officer Harold Edwin Hutchings (RCAF) – J37936

The aircraft was submerged in six fathoms of water. Two bodies were found and the funerals for Sergeant Ambler and Pilot Officer Hutchings took place on 23 May 1944 at Reykjavik. Both died from multiple injuries. Captain Perry was missing believed killed (Death Presumption, 27 November 1944). All three aircrew were attached to HQ No. 45 Group, Transport Command, Dorval, Canada.

Legsteinn fjarskiptamannsins (e. Radio operatior) Harold Edwin Hutchings í Fossvogskirkjugarði. (Mynd: Edward Harris / Hugi Hreiðarsson ágúst 2019)
Minningarreitur fallinna hermanna í Fossvogskirkjugarði. (Mynd: Edward Harris / Hugi Hreiðarsson ágúst 2019)

The Accident Report noted the aircraft crashed one mile offshore in conditions of heavy mist. The Unit Commander wrote that the aircraft had taken off at 1004Z from the North to South runway in conditions of misty cloud and shortly after take-off, visibility dropped to approximately 500 yards in mist, improving occasionally up to four to six miles. No W/T contact was ever established with the Ventura, although it was called at regular intervals. At 1440 it was reported to the RAF Transport Command Unit Iceland by AHQ Flying Control that an aircraft had crashed into the sea a mile off-shore near Hafnarfjodur, about four miles south of Reykjavik Airfield.

Subsequent investigation showed that the crash had occurred at approximately 1010Z (five minutes after take-off). Two Icelanders had heard the aircraft crashing into the sea. At that time the mist was right down on the water at Hafnarfjodur. The Unit Commander believed the cause of the accident could not be diagnosed, although surmised that it may have resulted from the failure of an engine at low altitude or purely from the Captain trying to fly contact in conditions of bad visibility and failing to gauge his height accurately. He did not consider a Court of Inquiry to be necessary.

The RAF Reykjavik Station Commander agreed that they could not decide upon the cause of the accident and agreed an Inquiry was unlikely to ascertain any reason for it. He noted the weather was not favorable, but this should not alone have caused the accident. The extent of the damage to the aircraft was Category E (Missing, unrepairable, reduction to scrap or instructional).

The Meteorological Report for 19 May 1944 noted that the impression given to the Captain by the Forecasting Officer was that Reykjavik’s conditions would improve later in the morning to become cloudy with a cloud base at 2,500 feet and visibility of 10 miles.

HEIMILDIR OG LINKAR

2 athugasemdir við “Lockheed Ventura I (+1944)”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s