Um DiveEXPLORER; Verkefni og búnaður

Í gegnum árin höfum við staðið að fjölmörgum leitum að neðansjávarminjum, og stundað ýmsar neðansjávarrannsóknir og önnur verkefni.

Á þessum árum höfum við komið okkur upp smátt og smátt búnaði til að geta framkvæmt þessar leitir og verkefni.

Búnaður á borð við persónulegan köfunarbúnað, línuleitarkerfi slöngubát, tvígeislamæli (e. Side Scan Sonar), neðansjávarmyndavélar (e. Underwater Camera Dive Sled) og neðansjávardróna (e. ROV „Remote Underwater Operated Vehicle“).

Hér gefur að líta ýmiss verkefni sem við höfum lokið, eru enn í vinnslu, eða í bið.

Eins og góðum ævintýramanni sæmir, þá eru sum verkefni þess eðlis og hafa verið í vinnslu, eða lokið ekki greind sérstaklega eða skýrt nánar frá. Að finna eða fá nákvæma staðsetningu er frekar ólíklegt að finna hér. 🙂

Patreksfjörður 2010; sónar leit (Mynd AÞE-2010)

Samantekt verkefna:

Kortlagning neðansjávar (3D)
Frekari kortlagning neðansjávar – sker sem skip strandaði á og sökk (3D) Verkefnið Phönix
Dýptarkort (Bathymetric) af kortlögðu svæði – séð í 3D.
Hafnarminni kortlagt – dýptarmælingar

Notkun á tvígeislamælingum (e. Side Scan Sonar)

Skipsflök við Íslandsstrendur / Shipwrecks around Iceland

%d bloggurum líkar þetta: