Gautavík – Forn höfn

Um Gautavík á Austfjörðum

Gautavík er bær við norðanverðan Berufjörð.  Hann stendur þar við samnefnda vík, þar sem var lengi höfn og kaupstaður.  Rústir hans sjást enn þá.  Þær eru friðaðar og hafa verið rannsakaðar lítillega.  Þangbrandur prestur kom þar fyrst að landi, þegar hann kom hingað í erindum Noregskonungs til að kristna Íslendinga.  Hann var þýzkur og gerðist hirðprestur Ólafs konungs Tryggvasonar.  Honum er lýst sem ofstopamanni í Kristnisögu og ófærum til kristniboðs, enda var hann sagður bera biblíuna í annarri hendi og sverð í hinni.

Berufjörður, þar sem hin forna höfn Gautavík var. (Kort; ja.is – 23.03.2021)
Nær mynd sem sýnir staðsetningu á Gautavík

Höfnin Gautavík

Annálar 14. og 15. alda geta Gautavíkurhafnar sem aðalhafnar Austurlands.  Þjóðverjar ráku verzlun á staðnum en færðu sig yfir fjörðinn á síðari hluta 16. aldar, fyrst í Fúluvík og síðan í Djúpavog.  Bærinn í Gautavík varð fyrir skriðu sumarið 1792 og hjónin á bænum fórust.

Sjókort / dýptakort af Berufirði (Kort; Navionics – 06.05.2016)

Rannsóknarleiðangur 10. maí – 11. maí 2016

Farin var rannsóknarleiðangur 10 til 11 maí 2016. Ekki verður farið í nánari útlistun á tilgangi rannsóknarleiðangursins, sem og niðurstöðurnar.

En margvíslegum gögnum var safnað. Hér eru hluti þeirra ásamt myndum úr leiðangrinum.

Í höfninni á Djúpavík, búnaður og bátur gerður klár fyrir siglingu á rannsóknar/leitarsvæði (12.05.2016 – DiveExplorer)
Gautavík (12.05.2016 – DiveExplorer)
Á siglingu í Gautavík (12.05.2016 – DiveExplorer)
Köfun (12.05.2016 – DiveExplorer)
Köfun (12.05.2016 – DiveExplorer)
Köfun – dýptarmælir (12.05.2016 – DiveExplorer)
Side Scan Sonar mósaík. (12.05.2016 – DiveExplorer)
Dýptarkort (e. Bathymetric) (12.05.2016 – DiveExplorer)

Diveexplorer@dive-explorer.com 2016

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s