Gautavík er bær við norðanverðan Berufjörð. Hann stendur þar við samnefnda vík, þar sem var lengi höfn og kaupstaður. Rústir hans sjást enn þá. Þær eru friðaðar og hafa verið rannsakaðar lítillega. Þangbrandur prestur kom þar fyrst að landi, þegar hann kom hingað í erindum Noregskonungs til að kristna Íslendinga. Hann var þýzkur og gerðist hirðprestur Ólafs konungs Tryggvasonar. Honum er lýst sem ofstopamanni í Kristnisögu og ófærum til kristniboðs, enda var hann sagður bera biblíuna í annarri hendi og sverð í hinni.
Berufjörður, þar sem hin forna höfn Gautavík var. (Kort; ja.is – 23.03.2021)Nær mynd sem sýnir staðsetningu á Gautavík
Höfnin Gautavík
Annálar 14. og 15. alda geta Gautavíkurhafnar sem aðalhafnar Austurlands. Þjóðverjar ráku verzlun á staðnum en færðu sig yfir fjörðinn á síðari hluta 16. aldar, fyrst í Fúluvík og síðan í Djúpavog. Bærinn í Gautavík varð fyrir skriðu sumarið 1792 og hjónin á bænum fórust.
Sjókort / dýptakort af Berufirði (Kort; Navionics – 06.05.2016)
Rannsóknarleiðangur 10. maí – 11. maí 2016
Farin var rannsóknarleiðangur 10 til 11 maí 2016. Ekki verður farið í nánari útlistun á tilgangi rannsóknarleiðangursins, sem og niðurstöðurnar.
En margvíslegum gögnum var safnað. Hér eru hluti þeirra ásamt myndum úr leiðangrinum.
Í höfninni á Djúpavík, búnaður og bátur gerður klár fyrir siglingu á rannsóknar/leitarsvæði (12.05.2016 – DiveExplorer)Gautavík (12.05.2016 – DiveExplorer) Á siglingu í Gautavík (12.05.2016 – DiveExplorer) Köfun (12.05.2016 – DiveExplorer) Köfun (12.05.2016 – DiveExplorer) Köfun – dýparmælir (12.05.2016 – DiveExplorer) Side Scan Sonar mósaík. (12.05.2016 – DiveExplorer) Dýptarkort (e. Bathymetric) (12.05.2016 – DiveExplorer)
Farin var leiðangur í flakið af Pourquoi-Pas? í september 2011 til að rannsaka þær minjar sem liggja þar á botninum, sem enn eru eftir. Leiðangurinn var farinn að beiðni Fornleifaverndar Ríkisins (nú í dag Minjastofnun), undir handleiðslu Svans Steinarssonar, kafara og umsjónarmanns með flaki Pourquoi-Pas?.
Í fjörunni í Straumfirði. (Mynd; DiveExplorer – 2011)
Veður og aðstæður til köfunnar umræddan dag voru ekki með því besta, en vindur var talsverður og öldugangur. Þó var farinn ein könnunarköfun ásamt gerður var sónar könnun á flakasvæðinu.
Á siglingu fyrir könnun. (Mynd; DiveExplorer – 2011)Könnunarköfun á flak Pourquoi-Pas?. (Mynd; DiveExplorer – Ragnar Edvardsson – 2011)Vírbútur úr flaki Pourquoi-Pas? (Mynd; DiveExplorer – 2011)Dýptarkort af flakasvæði Pourquoi-Pas?. Blátt er dýpst og rautt er grynnst. (Mynd; DiveExplorer – 2011)Tvígeislamynd (e.Side Scan Sonar) af flakasvæði Pourquoi-Pas?. Sjá má á myndinni gufuketil, vél sem og akkeriskeðjur og akkerisvindur. (Tvígeislamynd; AÞE-RE / 2011)
Sigling til baka eftir könnunarköfun (Video; DiveExplorer 10.09.2011)
Franska skonnortan „H“ fórst í óveðri í desember 1908. Var mikið stórviðri og vindur í suðaustan átt.
Voru mörg skip í vari á meðan þessu óviðri stóð yfir.
Ljósmynd af skonnortu. Alls ekki ólíklegt að „H“ hafi litið svipað út. (Google.is)
Sagt var að „H“ hafi verið gamall dallur en hafi verið gerður upp í „dráttarbrautinni“.
Leit að skipsflakinu „H“.
Leit hófst árið 2015, kom þá nokkur áhugaverð frávik í ljós, en ekkert sem gaf neitt sérstakt til kynna að um skipsflak væri að ræða. En vitað var að þau voru nokkur á þessum slóðum.
Nokkrum árum síðar var farið aftur í leit að flakinu. Sá leiðangur fór fram þann 8. desember 2018. Fóru þá Arnar Þór Egilsson, kafari og Ragnar Edvardsson frá rannsóknarsetri Háskólans á Vestfjörðum í stuttan leiðangur. Kom í ljós nokkur „frávik“ og við nánari skoðun á gögnunum kom í ljós mögulegt skipsflak.
Tvígeislamæling (Side Scan Sonar mynd) af fráviki. Lengdarmæling gefur til kynna 30 metra langt frávik og 14 metra breitt. (08.12.2018 DiveExplorer / Ragnar Edvardsson)
For-rannsókn / könnun með neðansjávarmyndavél – 01. febrúar 2019
Þann 01. febrúar 2019 var farið í aðra leit, og þá með neðansjávarmyndavél, en veður á þessum tíma var ekki hentugt í köfun og það var líka nauðsynlegt að skoða fleiri en einn stað.
Á einum á þessum stöðum kom klárlega í ljós skipsflak sem leiða má líkum af að sé af „H“.
Nauðsynlegt verður að skoða það frekar og þá með köfun niður á flakið og gera mælingar og meta hvaða hluti/muni þetta flak hefur að geyma.
Könnunarköfun 30.05.2019
Könnunarleiðangur niður á flakið var farið þann 30.05.2019. Leiðangursmenn voru Heimir Haraldsson, kafari og skipstjóri leiðangursins. Fornleifafræðingurinn Doktor Ragnar Edvardson frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum (Bolungarvík) og Arnar Þór Egilsson, kafari og áhugamaður um skipsflök. Myndatökumaður frá Ríkissjónvarpinu var með í för, en verið var að gera myndefni fyrir sjónvarpsþáttinn Landann, um rannsóknir á skipsflökum.
Á línunni niður á skipsflakið. (Arnar & Ragnar – 30.05.2019)Undirbúningur fyrir köfun. Frábært veður þennan dag (DiveExplorer – 30.05.2019)
Könnunarköfun þann 26. september 2019.
Farið var í könnunarköfun í flakið þann 26. september 2019. Veður aðstæður voru með allra besta móti. Farið var niður á flakið, en því miður var skyggni sáralítið, en frábær köfun – margt að sjá. Tekið var samt upp myndir og video.
Frekari rannsóknir, sem og leiðangrar eiga eftir að fara fram.
Kafarinn SAWÓ (Samúel) að skrásetja hluti á flakinu. (DiveExplorer 26.09.2019)Hér er mjög líklega gamall olíulampi sem hefur verið um borð í skipinu. Köfun þennan dag var skyggni mjög lítið. (AÞE, HH & SAWÓ_26.09.2019)Hér er mjög líklega gamall olíulampi sem hefur verið um borð í skipinu. Köfun þennan dag var skyggni mjög lítið. (AÞE, HH og SAWÓ_26.09.2019)
A great day at sea, a bit cold (-4) but low wind and calm sea. We sailed from the harbor of Reykjavik on the research boat Sæmundur Fróði.
A mission project was an underwater search and preliminary survey on possible man-made objects, wreck site?, near Reykjavik.
The day mission was a collaboration between the University of Iceland Research Center of West fjords and the Research center of the Southern Peninsula.
Heading out to the search area from the Reykjavík Harbor. ROV waiting on the deck, ready to get wet.
Remotely operated vehicle (ROV)
The main tool for the job was BlueROV2, a heavy configuration, from BlueRobotics. This ROV has a 300-meter tether cable and additional 4 powerful LED lights of a total of 6000 lumens, which can brighten up the underwater world.
The ROV was connected to a weatherproof Dell laptop which served as a flight controller where we could see the live video feed in 1080 HD. The BlueROV was then controlled via Xbox One handheld remote controller.
SURVEY WORK
Everything worked out as planned, and we did also carry our SCUBA gear with us if we need to dive additional to the ROV work/survey.
BlueRobotics BlueROV2 between dives. All dives were successful.
Unknown shipwreck ?
On our way back to the harbor, we took a small detour and checked a target which we surveyed in 2015 with a Side Scan Sonar. We believe that´s an old uncharted shipwreck. A man-made object was there most likely. More surveys on that location need to be done to be sure.
Awesome dive / survey day.
A good tether management and tender is crucial for all dive operationsWorking the ROV on location.
Survey work with ROV on location
Side Scan Sonar image of the target. The shape and size has the semblance of a ship.
Norska flutningaskipið „SS ULV“ frá Haugasundi, Noregi, hvarf 20. janúar 1931, og að öllum líkendum sokkið í námunda við Þaralátursgrunn á Ströndum.
Sigldi „ULV“ frá Siglufirði áleiðis til Súgandafjarðar. „ULV“ var hlaðið 1600 smálestum af salfiski á vegum Kveldúlfsfélagsins. Þegar skipið kom ekki fram, var óttast um afdrif þess og farið var til leitar. Ýmiss skip ásamt varðskipinu Ægi leituðu sjóleiðina án árangurs.
Möguleg siglingaleið ULV. Rauði hringurinn (Þaralátursfjörður) sýnir staðinn þar sem brak úr skipinu fannst. (Mynd: ja.is)
8 dögum síðar varð vart við rekald af skipinu „ULV“ á Þaralátursnesi á Ströndum. Var þá talið að skipið hefði hefði farist á þessum slóðum.
Reki varð af stýrishúsi skipsins, mikið af timbri, stólar og sængurklæðum. Út frá þessu var talið að skipið hefði farist mjög nálægt landi, eða á nesinu sjálfu. Var það Eiríkur bóndi á Dröngum sem hafði látið vita eftir að auglýst hafði verið eftir skipinu í útvarpsfréttum.
17 manns voru í áhöfn skipsins, auk eiginkonu skipstjórans og 4 íslenskir farþegar. Skipsstjóri ULV hét Lange. Nöfn íslensku farþeganna sem fórust voru Hreggviður Þorsteinsson kaupmaður, Jón Kristjánsson vélamaður, Ólafur Guðmundsson fiskimatsmaður (umsjónarmaður skipsins) og Aage Larsen mótoristi. Alls fórust því 22 manns.
Skipið ULV (Heimild: Sjöhistorie.no)
Skipið „ULV“ var 1471 brúttó smálestir, og lestaði 2175 smálestir. Það var byggt árið 1902 í 1. klassa. Eigandi skipsins var O. Kvilhaug í Haugasundi.
Sjókort af svæðinu hafsvæðinu í kringum Þaralátursfjörð þar sem skipið „ULV“ er talið hafa sokkið. (sjókort; Navionics)Loftmynd af Þaralátursfirði og næstu firði þar við (Kort; lmi.is)
Veistu eitthvað meira?… Geturðu bætt við upplýsingum hafðu samband, höfum söguna á hreinu; diveexplorer@dive-explorer.com
Sumarið 1936 var línubáturinn Örn GK-5 (áður E/s Batalder, áður Pétursey RE-277) á síldarveiðum út af Norðurlandi. Áhöfnin taldi 19 manns. Þann 08. ágúst 1936 skall á svartaþoka og norðvestan rok og stórsjór á síldarmiðum fyrir norð-asutan land. Skip leituðu því eitt af öðru vars, en sigling gekk hægt sökum hversu skipin voru mikið hlaðin. Þegar síldarskipin komu til hafnar, öll nema Örn GK-5, fór fram leit að skipinu.
Línubáturinn Pétursey RE-277, síðar Örn GK-5. Mynd tekin í Reykjavíkurhöfn af óþekktum ljósmyndara. Heimild; thsof.123.is
Er varðskipið Ægir var statt á Húsavík á leið til leitar fannst annar nótabáturinn á reki, mannlaus. Töluvert brak úr skipinu fannst vestan Mánáreyja og er talið að skipið hafi farist á þeim slóðum. Hinn nótabáturinn fannst síðan mannlaus á reki undan Melrakkasléttu.
Örn GK-5 var smíðað í Noregi árið 1903, og var því 33 ára þegar hann sökk. Skipið var stálskip, 103 brúttólestir að stærð. Vélin var 203 ha 2.ja þöppu gufuvél. Skipið var fyrst gert út frá Noregi, en síðan selt til Færeyja. Árið 1927 keypti O. Ellingsen í Reykjavík skipið sem þá hét Pétursey RE-277.
Ekki var vitað hvað það var sem kom fyrir skipið en öll áhöfn þess fórst. Talið var ólíklegt að veður hefði orðið honum að tjóni, en hallast að því að jafnvel ketilsprenging hefði orðið í skipinu og það sokkið á svipstundu, en það verður aldrei vitað til fulls.
Vestan við Mánareyjar fannst brak úr skipinu. (Kort; LMI.is)
Hafsvæðið á Skjálfanda, framundan Tjörnesi og á Axarfirði er töluvert, allt að 200 metrum. (Sjókort; Navionics)
Þeir sem fórust með skipinu:
Úr Reykjavík: Ólafur V. Bjarnason, skipstjóri, 60 ára, Frakkastíg 26, kvæntur og átti uppkomin börn. Steinn Ásbjörnsson, stýrimaður, 28 ára, Rauðará við Hverfisgötu, ókvæntur. Eggert Ólafsson, 1. vélstjóri, 27 ára, Grettisgötu 79, kvæntur en barnlaus. Frá Hafnarfirði: Guðmundur Guðmundsson, nótabassi, 57 ára, Gunnarssundi 3. Hann var kvæntur og átti 2 börn innan við fermingu og 3 uppkomin. Skúli Sveinsson, 2. vélstjóri, 34 ára, Brekkustíg 25. Hann var kvæntur en barnlaus. Guðmundur Albertsson, matsveinn, 23 ára, Vesturbraut 22, kvæntur og átti eitt barn. Sigurður Sveinsson, háseti 53 ára, Hverfisgötu 7, kvæntur og átti eitt barn innan við fermingu. Þorsteinn Guðmundsson, háseti, 40 ára, Merkurgötu 14, kvæntur og átti 1 barn. Jón Bjarnason, háseti, 37 ára, Selvogsgötu 16 B. Kvæntur og átti 3 börn í ómegð.
Heimild; Morgunblaðið 24. maí 1996; Gáfu líkan af línubátnum Erni GK-5.
Algengt er að leifar skipsflaka komi upp með veiðarfærum. Svo virðist sem áhöfnin á togaranum Klakka SH-510 hafi einmitt fengið leifar af skipsflaki í trollið er það var á rækjuveiðum út af Skjálfandaflóa þann 04. september 2020.
Togarinn Klakki SH-510 (Mynd: Davíð Már Sigurðsson, MarineTraffic.com)
Samkvæmt Facebook síðu eins skipverjans, Guðmundar Geirs Einarssonar þá kom upp með veiðarfærunum hvorki meira né minna en skipsklukka. Mjög oft er nafn skipanna skráð á skipsklukkuna. Svo virðist einmitt hafa verið í þessu tilviki því nafnið „BATALDER“ var grafið á bjölluna.
Leiða má líkur að því að þar sem skipsklukkan kom upp, eða í námunda við þann stað þar sem leifarnar komu upp með veiðarfærunum sé komin staðsetning á flaki BATALDER, sem síðar varð að skipinu ÖRN GK-5 (+1936).
Staðsetningin þar sem Klakki var á veiðum ber saman við heimildir um mögulegan stað þar sem ÖRN GK-5 sökk með allri áhöfn innanborðs. Dýpi á þessum slóðum er 100 til 200 metrar, og líklegast leðjubotn.
Skipsbjallan komin um borð í Klakka. (Heimild; Facebook síða Guðmundar Geirs Einarssonar)Skipsbjallan komin um borð í Klakka. (Heimild; Facebook síða Guðmundar Geirs Einarssonar)Skipsbjallan komin um borð í Klakka. (Heimild; Facebook síða Guðmundar Geirs Einarssonar)Annað brak úr flakinu um borð í Klakka. (Heimild; Facebook síða Guðmundar Geirs Einarssonar)Skipsbjallan eftir hreinsun hjá Byggðasafni Vestfjarða. (Heimild; Dv.is – 09.09.2020)
„Þessi saga hefur fylgt fjölskyldunni nánast alla mína tíð og það er vægast sagt sérkennilegt að skipsbjallan hafi komið upp með trolli skips, sem er nátengt okkur,“ segir Torfi Björnsson á Ísafirði.
Hann vísar til þess að skipsbjalla úr gufuskipinu Erni GK kom upp með rækjutrolli Klakks ÍS á föstudag, en skipið var þá á rækjuveiðum á utanverðum Skjálfanda. Þar sást síðast til Arnarins 9. ágúst 1936, en skipið fórst þann dag með 19 manna áhöfn. Meðal skipverja var Jóhann Rósinkrans Símonarson, afi Torfa, en útgerðarmaður Klakks er Gunnar, sonur Torfa.
Torfi Björnsson með skipsbjölluna úr Erni GK, sem fórst á Skjálfanda. Í bakgrunni er bátur með sama nafni, sem Torfi gerði út. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Einhvers konar fyrirboði?
„Pabbi var á öðrum síldarbát sem var á austurleið og þeir mættu Erninum fyrir miðjum Skjálfanda. Talið var að Örninn væri á leið til Siglufjarðar með fullfermi af síld. Þarna mættust þeir feðgarnir og veifuðu hvor öðrum, það var í síðasta skipti sem þeir sáust. Skömmu síðar gerðist eitthvað sem olli því að skipið sökk með manni og mús. Eðlilega vöknuðu margar spurningar um hvers vegna skipið sökk og þessi fundur svarar þeim ekki. Það er hins vegar stórfurðulegt að skipsbjallan finnist á þennna hátt og ég velti fyrir mér hvort þetta sé einhvers konar fyrirboði,“ segir Torfi Björnsson, tæplega 93 ára gamall Ísfirðingur.
Örninn var smíðaður í Noregi 1903 og bar nafnið Batalder. Skipið var selt til Færeyja og síðan til Íslands 1927.
________________________
Veistu eitthvað meira?… Geturðu bætt við upplýsingum?
Hafðu samband, höfum söguna á hreinu; diveexplorer@dive-explorer.com
Bátur sem fannst á botni Þingvallavatns í haust hefur verið aldursgreindur og er talið að hann sé frá 16. öld eða tæplega 500 ára gamall. Erlendur Bogason, kafari og ljósmyndari, fann bátinn á 4-5 metra dýpi í Vatnsvikinu þegar hann var að mynda fyrir Náttúruminjasafn Íslands.
„Samkvæmt aldursgreiningu er um að ræða elsta bátsflak sem þekkt er hér á landi,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafnsins. Miðað við 95% líkur er báturinn frá tímabilinu 1482-1646 samkvæmt kolefnisgreiningu.
Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur hefur haft umsjón með frumathugun á bátnum, en fleiri sérfræðingar og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum hafa komið að málinu. Tilskilinna leyfa var aflað og báturinn myndaður í bak og fyrir. Hann verður falinn Þjóðminjasafni Íslands til vörslu og umsjónar lögum samkvæmt.
Í umfjöllun um skipsfund þennan í Morgunblaðinu í dag segist Hilmar vona að unnt verði að leggja í kostnað sem því fylgir að ná bátnum upp af botni vatnsins og forverja hann.
„Báturinn er mjög heillegur, um fimm metra langur og hefur varðveist ótrúlega vel í vatninu,“ segir Hilmar. „Hann er að hluta hulinn mó og við vitum að land hefur sigið þarna, en báturinn fannst á dýpi sem stemmir við 4-5 metra sig frá landnámi. Fleiri hafa rekist á bátinn af hendingu og á þessum slóðum eru kafarar oft á ferð. Það er því brýnt að ná bátnum upp og koma honum í rannsókn og í vörslu áður en tjón verður. Það hvarflaði að okkur að þarna væri kuml, en svo er ekki. Þetta er eigi að síður mjög forvitnilegur fundur.“
Af og til stingst upp úr sandinum leifar gamalla tíma, og þá eru gömul skipsströnd/skipsflök meðtalin.
Á Snæfellsnesi, á Mýrunum við Gömlueyri eru tvö slík flök að finna.
Á Gömlueyri eru tvö skipsflök af frönskum skútum (fiskiduggur) sem strönduðu í fjörunni árið 1870. Veður var gott á tíma strandsins og komst áhöfnin öll lífs af í land. Annað skipið hét „Puebla“ frá Dieppa en hitt frá hét „Saint Joseph“ frá Portrieux. Samkvæmt heimildum er ekki ólíklegt að þessir staðir séu gamlir fiskibæir við Ermasundið.
Gamlaeyri er um það bil 5km langt sandrif. (Kort; Map.is-18.03.2020)
Það var þann 29. mars 1870 sem Ólafur Þorvaldsson (1830- ) bóndi á Litla-Hrauni opnaði bæ sinn um morguninn á leið í búið sitt þegar útlendir menn, alls 43 talsins voru staddir á jörð hans. Þeir virtust allir vera sæmilega vel á sig komnir og lítt hraktir og ómeiddir. Ljóst var að þarna voru á ferð áhöfn strandaðs skips eða skipa.
Bærinn Litlahraun er um 5 km frá strandstaðnum (Kort; Atlas, LMI.is)
Í mars mánuði 2020 flaug Axel Sölvason yfir Gömlueyri og náði neðangreindum ljósmyndum af öðru skipsflakinu. Ljósmyndir Axels sýna að skipsflakið gamla sést enn vel og er greinilegt í sandinum.
Hvort þarna sé skipsflakið af Puebla eða Saint Joseph er ekki vitað. (Þó ég giska á að þetta sé Puebla, miðað við heimildir??)
Á tíma strandsins var vitað að Saint Joseph var gamalt skip og illa farið, en Puebla var nýrra og heillegra eftir strandið. Reynt var að koma Puebla aftur út á sjó en án árangurs.
Uppboð á sjóreki og strandgóssi úr báðum skipunum urðu í nálægum sveitum þar sem mikið af vörum voru seldar.
Gamlaeyri – Skipsskrokkur (Ljósmynd; Axel Sölvason, mars 2020)Gamlaeyri – Skipsskrokkur (Ljósmynd; Axel Sölvason, mars 2020)Gamlaeyri – Skipsskrokkur (Ljósmynd; Axel Sölvason, mars 2020)
Viltu vita meira? Hefurðu upplýsingar sem þú getur bætt við þessa sögu? Hafðu samband, sendu mér töluvpóst; diveexplorer@dive-explorer.com
Heimildir og tenglar:
Bókin Snæfellingar og Hnappdælingar, eftir Þorstein Jónsson – 2000.
Eitt mesta mannfall árið 1944 varð þegar togarinn Max Pemberton RE 278 fórst með allri áhöfn þann 11. janúar 1944.
Um borð í togaranum voru 29 manns. Skipsflakið hefur aldrei fundist.
Kort sem sýnir staðsetningu á Malarrifi á suðurhluta Snæfellsnes. (Loftmynd: Loftmyndir.is)Max Pemberton RE-278
Áhöfnin hafði verið við veiðar suður af Malarrifi, Snæfellsnesi. Vont veður var á ofangreindum tíma og talið er að hann hafi ofhlaðinn og yfirvigt því ástæða hvarfsins. Þess ber þó að geta að á þessum tíma stóð seinni heimstyrjöldin yfir og vitað var að þýskir kafbátar voru á ferli á Faxaflóa. En þar sem skipsflakið hefur aldrei fundist þá er ómögulegt að segja hver ástæðan er fyrir hvarfi togarans.
Heilmikið skarð var skorið í íslenskt samfélag á þessum árum en fleiri skipsskaðar voru fleiri á árinu 1944.
Max Pemberton RE 278 1939-1941 (Heimild: Sarpur / Þjóðminjasafn Íslands)
Þeir sem fórust með skipinu voru (29 manns):
Pétur A. Maack skipstjóri, Reykjavík, 51 árs, Pétur A. Maack, 1. stýrimaður, Reykjavík, 28 ára, Jón Sigurgeirsson, 2. stýrimaður, Reykjavík, 31 árs, Þorsteinn Þórðarson, 1. vélstjóri, Reykjavík, 51 árs, Þórður Þorsteinsson, 2. vélstjóri, Reykjavík, 19 ára, Valdimar Guðjónsson matsveinn, Reykjavík, 46 ára, Gísli Eiríksson bátsmaður, Reykjavík, 49 ára, Guðmundur Þorvaldsson bræðslumaður, Hafnarfirði, 44 ára, Guðmundur Einarsson netamaður, Reykjavík, 45 ára, Guðni Kr. Sigurðsson netamaður, Reykjavík, 50 ára, Sigurður V. Pálmason netamaður, Reykjavík, 49 ára, Sæmundur Halldórsson netamaður, Reykjavík, 33 ára, Aðalsteinn Árnason háseti, Seyðisfirði, 19 ára, Ari Friðriksson háseti, Látrum, Aðalvík, 19 ára, Arnór Sigmundsson háseti, Reykjavík, 52 ára, Björgvin H. Björnsson háseti, Reykjavík, 28 ára, Guðjón Björnsson háseti, Reykjavík, 17 ára, Gunnlaugur Guðmundsson háseti, Reykjavík, 26 ára, Halldór Sigurðsson háseti, Jaðarkoti í Villingaholtshreppi, Árnessýslu, 23 áraHlöðver Ólafsson háseti, Reykjavík, 22 ára, Jens Konráðsson háseti, Reykjavík, 26 ára, Jón Þ. Hafliðason háseti, Reykjavík, 28 ára, Jón M. Jónsson háseti, Reykjavík 29 ára, Jón Ólafsson háseti, Keflavík, 39 ára, Kristján Halldórsson háseti, Innri-Njarðvík, 37 ára, Magnús Jónsson háseti, Reykjavík, 23 ára, Benedikt R. Sigurðsson kyndari, Reykjavík, 19 ára, Hilmar Jóhannesson kyndari, Reykjavík, 19 ára, Kristján Kristinsson aðstoðarmatsveinn, Reykjavík, 14 ára.
Minningarathöfnin fór fram í Dómkirkjunni þann 3. febrúar 1944.
Að Max Pemberton hafi farist á Faxaflóa af völdum þýsks kafbáts er svo ekki ósennilegt miðað við þennan tíma. Síðast heyrðist frá áhöfninni á hinum „venjulega“ sambandstíma togaranna um morgunin þann 11. janúar (1944) klukkan 07:30. Samkvæmt þeim upplýsingum/heimildum þá var Max Pamberton út af Malarrifi á leið til Reykjavíkur. (Lónum innan við Malarrif). Síðan heyrðist ekkert meir frá áhöfninni á næsta kalltíma. Gera má ráð fyrir að þessu að skipið hafi verið komið suður fyrir Malarrif.
Veður?
Veðurskilyrði á þeim tíma, tíma hvarfsins hafði breytt um átt og komin norð-austan kaldi og fjögur vindstig (kaldi = 4 vindstig, sem telst ekki mjög mikið). Miðað við vindátt og vindstig á þessum stað, Faxaflóa og þá líka miðað við heimildir á umræddum tíma var sjór nokkuð sléttur á Faxaflóa. Sama má segja um norðanverðan Faxaflóa, nema smávægileg bára á sunnanverðum Flóanum.
Því er talið útilokað að Max Pemberton hafi farist sökum veðurs.
Ketilsprenging?
Önnur hugmynd kom upp að ketilsprenging hafi orsakað hvarfið, en það var talið útilokað líka. Þar sem vaktaskipti vélstjóra hafi verið um klukkan 06:00 og þar hafði verið að störfum vanur vélstjóri og kyndari.
Tundurdulf ?
Í lok seinni heimstyrjaldinnar tilkynntu Þjóðverjar um að kafbátar Nasista hefðu lagt 2 tundurduflasvæði. Annað svæðið hafði verið sunnan Kolluál, en hitt fyrir norðan Kolluál.
Sjóskipið Max Pemberton
Sagt var að skipið hafi verið afar gott sjóskip og skipstjórinn Pétur maack hafi verið í flokki afburða skipstjóra. Skipinu hafði verið breytt og lestin verið stækkuð. Í stríðinu hafði verið sett brynvörn á brúna, 1150 kg að þyngd, og á móti bætt við 14 tonnum í botninn. Þetta hafði gert það að verkum að skipið varð enn betra sjóskip.
Það var smíðað árið 1917 og því 26 ára gamalt þegar hann hvarf. Skipið var upphaflega 320 lestir. Aðaleigandi skipsins var Halldór Þorsteinsson skipstjóri í Reykjavík.
Max Pemberton (Heimild; Morgunblaðið 1984)
Leitin
Leit var hafin á fimmtudeginum og fram til laugardags. Leitað var úr lofti að skipinu, eða braki úr því en án árangurs. Annað hvort hefur skipið farist mjög hratt eða það horfið á slóðum utan leitarsvæðis.
Skipsflakið Max Pemberton
Hvar flakið af Max Pemberton er að finna veit enginn. Hafdýpið á þeim slóðum sem talið er að flakið hafi farist er á bilinu 100 til 250 (300) metra dýpi? Hvort sjómenn hafi „lent“ í festum á þessum slóðum er alls ekki ólíklegt, en amk eru ekki komnar neinar heimildir eða upplýsingar um að einhver hafi fengið „festu“ í Max Pemberton.
Veistu eitthvað meira?… Geturðu bætt við upplýsingum? Hafðu þá samband við mig, höfum söguna á hreinu; sendu mér tölvupóst á diveexplorer@dive-explorer.com
If you have any information’s about the trawler Max Pemberton, some data, info or anything you want to share please contact me; diveexplorer@dive-explorer.com.
Sjónvarpsþátturinn Landinn á Ríkissjónvarpinu (RÚV) slóst í för með Ragnari Edvardssyni, fornleifafræðingi hjá Rannsóknarsetri Háskólans á Vestfjörðum.
Ragnar Edvardsson hjá Rannsóknarsetri Háskólans á Vestfjörðum ræðir um skipsflök og rannsóknir á þeim. (Skjáskot; Landinn á RÚV 10.11.2019)
Víða var komið við í þættinum og rætt um leit og rannsóknir á gömlum skipsflökum.
Flott neðansjávarvideo af gripum í gömlum skipsflökum (Skjáskot; Landinn á RÚV 10.11.2019) (Skjáskot; Landinn á RÚV 10.11.2019) (Skjáskot; Landinn á RÚV 10.11.2019) (Skjáskot; Landinn á RÚV 10.11.2019)
Hægt er að horfa á þáttinn hér.
Neðansjávarrannsóknir á skipsflökum; Landinn á RÚV 10.11.2019