Flokkaskipt greinasafn: Shipwrecks

Balholm (+1926)

E.s. Balholm var norskt fiskiskip. Balholm lagði frá Oddeyrartanga, Akureyri, þann 2. desember 1926 og var ferðinni heitinni til Hafnarfjarðar, án viðkomu.

Um borð voru 24 manns (Upplýsingar um að það hafi líka verið 23 manns) .

Verið var að flytja fisk fyrir Kveldúlfsfélagið. Um borð var einnig „verðpóstur“.

Talið var að skipið hafði farist nóttina 6. -7. desember. Samkvæmt samtímaheimildum var talið að Balholm hafi farist fyrir innan skerjagarðsins á Mýrum. Ástæðuna var ekki vitað. Á þessum tíma hafi verið stormur, vont sjóveður. Vindur hafði gengið í hávestur með ofviðrisbyljum og þrumuverðri.

Hvort veðurfarið hafi verið orsakavaldurinn, sem er líklegasta skýringin þá voru líka hugmyndir um að ekki hafi verið næg kol um borð til að halda gufukatlinum gangandi.

Einnig má minnast á að fleiri skip hafa farist á þessum slóðum, m.a. Emelie og Sophie Wheatly sem fórust á „Mýrunum“ árið 1906.

Möguleg siglingleið Balholm frá Akureyri (02.12.1926) til Hafnarfjarðarhafnar. Á Ökrum, á Mýrum, skolaði á land braki úr skipinu Balholm, sem og einu líki. Enn öðru líki átti eftir að skola á land. Rauður kassi á Ökrum sýnir mögulega staðsetningu á flaki Balholm. (Kort; map.is)

Lík og brak úr skipsflaki rekur á land

12. desember hafði lík skolað á land skammt frá Ökrum á Mýrum. Hægt var að staðfesta hver hinn látni var. En skilríki fundust á líkinu. Reyndist þar vera Steingrímur Hansen, 18 ára frá Sauðá, Sauðárkróki.

Við frekari leit á svæðinu fundust bútar úr allstóru skipsflaki, þó ekki með neinu nafni á. Ýmislegt annað rak á land, eins og bút úr mahogniskáp og sitthvað fleira.

Síðar rak á land í námunda við Akra, stólar, mynd af kvenmanni, brot úr björgunarbát og svo björgunarhringur merktur BALHOLM.

Síðar mun annað lík hafa rekið á land, við Hvalseyjar (Hvaleyjum) , og líka við Knararnesi á Mýrum (Má vera að þarna gæti verið lík af háseta af skipinu Baldri?) .

Atlas kort sem sýnir mögulegt strandsvæði, staðsetningu á flaki BALHOLM. Kortið sýnir líka staðsetningu á Ökrum, Mýrum, þar sem brak úr flakinu rak á land, sem og einum sem fórst með skipinu. Einu öðru líki rak á land við Hvalseyjar. (Kort; Atlas, Landmælingar Íslands).

Hverjir fórust með Balholm?

Misræmi eru í tölum um fjölda þeirra sem voru um borð. Heimildir hafa verið um 19 manns hafi verið í áhöfn, og 5 farþegar. Alls 24 manns. En líka að um 23 manns hafi farist með skipinu. Bæði Íslendingar (þá alls 5) og útlendingar (18 norðmenn) sem voru um borð. Heildarlisti yfir þá sem fórust hefur ekki fundist.

Hér eru nöfn þeirra, sem heimildir eru til um, sem fórust með Bolholm.

  • Waage, ??, Skipstjóri
  • Theodór V. Bjarnar, verslunarmaður, Rauðará, Reykjavík
  • Karólína Jónasdóttir, 18 ára, Strandgötu 35, Akureyri
  • Ingibjörg J. Loftsdóttir, 22 ára, Gránufélagsgötu 51, Akureyri
  • Steingrímur Hansen, 18 ára, Sauðá, Sauðárkróki
  • Guðbjartur Guðmundsson, 2. vélstjóri, Sólvöllum, Reykjavík

Líkið af Theodóri og Steingrími ráku á land.

Um skipið Balholm

Balholm var norskt gufuskip, smíðað í Bergen, Noregi árið 1917-1918. 1610 smálestir að stærð, brúttó. Sagt var að Balholm hafi verið vandað skip. (Þó voru sögusagnir uppi á sínum tíma að Balholm hafi verið „algerlega ósjófært – leki eins og hrip“.

Ekki er til ljósmynd af skipinu, sem fundist hefur að svo stöddu.

D/S BALHOLM (MTQK)
Bygd av J. Meyer’s Shipbuilding Co., Zalt-Bommel (# 432)
1044 brt, 590 nrt, 1620 t.dw. 214.9 x 33.3 x 14.2
3Exp. (Arnhemsche Stoomsleephelling Maats., Arnhem), 145 NHK
1917: Nov.: Levert som BALHOLM for J. M. Johannessen, Bergen
1919: Jan.: Overført til A/S Balholm (J. M. Johannessen), Bergen
1926: 06.12.: Grunnstøtte på Akra i Faxafjordur på reise Akureyri – Hafnafjördur
med fisk. Været oppgis å ha vært snøstorm. Hele besetningen, 20 mann, omkom

Balholm var vátryggt hjá Sjóvátryggingarfélaginu Æolus í Noregi. A.V. Tulinus var umboðsmaður þess hér á Íslandi.

Að auki

Heimildir voru til um að nóbelsskáldið Halldór Laxnes hafi átt pantað far með skipinu áður en það hafði lagt upp í þessa örlagaríku ferð, árið 1926. En af einhverjum ástæðum hafi Halldór misst af skipinu.

Skipstjórinn á Balholm var ungur að aldri, (Waage?) -, en hann hafði verið nýkvæntur og var kona hans með í för í þessari ferð. Bæði týndu lífinu með Balholm.

Skipsflakið Balholm

A. V. Tulinus sem var umboðsmaður Sjóvártryggingafélags skipsins. Fékk hann aðila að nafni Larsen til Íslands til að leita skipsins, eða braksins úr því.

Larsen fer upp á Mýrar árið 1927, sumarið eftir hvarf Balholm. En heimildir voru til um það frá ábúendum úr sveitinni, m.a. frá Jóni Samúelssyni, bónda á Hofsstöðum, að sjá mátti eitthvað standa upp úr sjónum, ekki mjög langt frá landi. Taldi Jón að sennilegast um „bómu“ hafi verið að ræða, sem stæði 3 álnir upp úr sjónum, S.S.V af Hjörsey og vestur af Knarrarnesi, álíka langt frá hvorum stað, eða um 4 sjómílur.

Samkvæmt Larsen þá hefur Balholm strandað og brotnað á skeri. Skipið hafi svo kastast yfir skerið, brotnað og sokkið og liggur svo við hlið þess. Dýpið sé um 8 metrar á fjöru.

Skipsflakið er í norður af Þormóðsskeri og vestur af Hjörsey. Flakið hafði fundist 22. júní 1926. Um hálfu ári eftir strandið.

Dýptarkort sem sýnir skerjagarðinn vestan við Hjörsey. Er þetta svæðið þar sem flakið af Bolholm liggur? Samkvæmt heimildum frá árinum 1926-1927 þá átti flakið að vera norðan við Þormóðssker og fyrir vestan Hjörsey. (Kort, Navionics).

Tenglar, heimildir og upplýsingar

Hefurðu upplýsingar um BALHOLM, eða nánari staðsetningu á flaki þess. Eitthvað sem þú vilt bæta við? Hafðu samband, skrifaðu hér á síðuna eða sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com

Shipwreck information, something about Balholm? Write me, email: diveexplorer@dive-explorer.com

Winter Season 2022 – 2023

As the main expedition season is on hold because of the winter, it’s a good time for equipment maintenance and building new ones.

Here are two ROVs going through meticulous care and maintenance, and upgrade.

Also, our old but trusted underwater camera dive sled will be getting a heavy upgrade as it is needed to handle extreme and rigorous missions where it needs to perform in high current water.

We hope that the year 2023 will give us some exciting adventures in our search for new shipwrecks and investigating others. Our list is quite long.

Two ROV´s (Remotely Operated Vehicles) are under maintenance and upgrade. (Image: Diveexplorer – 12.2022)
ROV (Remotely Operated Vehicle) under maintenance and upgrade. (Image: Diveexplorer – 12.2022)
The old underwater camera dive sled. The camera and lights were removed before the overhaul and upgrade (Image: Diveexplorer – 11.2022)

Euripides H959 (+1921)

Euripides H-959 var breskur togari sem fórst í Patreksfirði 3. mars árið 1921 í vondu veðri.

Skipstjórinn vildi ekki gefa skipið upp sem strand, og þess vegna var engu bjargað úr því. Björgunarskipið Geir náði því á flot, en það sökk skammt frá landi.

Þrír Íslendingar voru heiðraðir fyrir björgunarstörf (King´s Silver Medal for Gallantry).

15 manns voru í áhöfn

15 manns voru í áhöfn en 3 fórust með skipinu. Hér eru nöfn þeirra sem og nokkurra þeirra sem komust lífs af úr slysinu.

  • BLACKMAN,John.(31),9 Conway-st,Hull.[3rd/Hand]
  • FALE,William.(50),378 Hawthorne-ave,Hull.[Bosun]
  • HOLROYD,George.(22),9 Clyde-ter,Brighton st,Hull.[Deckhand]

12 komust lífs af úr slysinu (Aðeins heimildir fyrir 2 nöfnum)

  • ALBURY, WILLIAM JAMES (24), Leading Seaman (no. 6486/A), Euripides, Royal Naval Reserve, †11/07/1918, Son of James Albury; husband of Lucy Hannah Albury, of 34, Laurel Row, Brighton. Born at West Chiltington.
  • ROSE, BENJAMIN TUCK (30), Skipper, FV Euripides, Royal Naval Reserve, †11/07/1918, Son of Mr. and Mrs. Benjamin Rose, of Crown St., Aberdeen; husband of Dora Rose, of 135, Victoria Rd., Torry, Aberdeen,

Um togarann Euripides

Euripides FV var smíðaður árið 1907 af Mackie & Thomson, Govan, Yard No 348 í Skotlandi. 307 brúttó-tonn að þyngd.

Hann var byggður upphaflega fyrir Anglo-Norwegian Steam fishing Co. Ltd, í Hull.

Árið 1912 var Euripides keyptur af City Steam Fishing Co, Hull og svo 1915 færður undir Admirialty requisition. 1920 var honum svo skilað til eigandanna, City Steam Fishing Company og var í þeirra eigu á tíma strandsins.

John A. Laverack var framkvæmdastjóri City Steam Fishing Company.

Euripides H-959

Skipsflakið af Euripides

Í rannsóknar – og sónarleiðangri í Patreksfirði árið 2011 voru Arnar Þ. Egilsson, kafari og Ragnar Edvardsson, doktor í fornleifafræði á slóðum Euripides. Í stuttu hliðarverkefni frá öðrum mælingum fannst flakið af Euripides.

Ekki er að finna upplýsingar um að kafað hafi verið í þetta flak, eða rannsakað frekar en staðsetning þess er nokkuð þekkt. Nema kannski ónákvæm staðsetning?

Af sónarmyndum, tvígeislamælingum (e. side scan sonar), að dæma þá hvílir flakið af Euripides á um 10 til 12 metra dýpi. Brakasvæðið er um það bil 500 metra frá landi. Botngerð er skeljasandur, nokkuð gróður og þaraskógur, þar í kring. Flakið er mikið brotið, nokkuð brakasvæði en stóru þungu hlutir skipsins liggja nokkuð þétt saman en aðrir minni hlutir eru dreyfðir nokkuð þar í kring.

Ef kafað hefur verið í þetta flak, til upplýsingar eða jafnvel ljósmyndir má endilega hafa samband: diveexplorer@dive-explorer.com

Side Scan Sonar mynd af flaki/braka svæði Euripides. (DiveExplorer@2011)

Hefurðu upplýsingar um Euripides sem þú vilt deila?

Do you have informations about this shipwreck?

Hafðu samband / Please contact me: diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir

Október 2022 – Shipwreck Project

Október 2022

Ávallt spennandi þegar ný skipsflök detta inn á sónarinn. Hér höfum við skipsflak sem við erum að rannsaka. Nokkrir leiðangrar hafa verið farnir (fjórir) en þeir hafa flestir verið ófullnægjandi og höfum við ekki náð að sinni að safna nægum gögnum.

Við höfum sterka hugmynd um hvaða skipsflak þetta er og verður það ekki gefið upp strax. Amk. ekki fyrr en staðfesting er komin og næg gögn og upplýsingar. Dýpið á þessum slóðum er um 40 metrar.

Það sem hægt er að gefa upp að svo stöddu er að það sökk á 20. öld, og því ekki fornminjar (fellur ekki undir fornminjalög). Aftur á móti það sem flækir hlutina, og því viljum við vera vissir um hvaða flak þetta er, því ekki ólíklega að það hafi orðið mannskaði þegar skipið sökk.

Við viljum vanda til verka þegar slíkt ber undir.

Hefurðu upplýsingar eða sögu um skipsflak / mannskaða sem þú vilt deila með okkur. Vantar þig upplýsingar sem gæti skipt máli, eða ekki um atburði út á sjó/vatni sem gæti varpað ljósi á skipsskaða. Hafðu samband og sendu tölvupóst. Ef um er að ræða trúnaðarmál, leyndó,, ekki málið, þess er vandlega gætt hér. diveexplorer@dive-explorer.com

Meira hér………………………………

(EN) Always exciting when new shipwrecks fall onto the sonar. Here we have a shipwreck that we are investigating. Several expeditions have been carried out (four), but most of them have been insufficient and we have not been able to collect enough data.

We have a strong idea of which shipwreck this is and it will not be released immediately. At least, not until confirmation has arrived and sufficient data and information.

What can be stated at the moment is that it sank in the 20th century, and therefore not an antiquities/protected (does not fall under antiquities law. On the other hand, what complicates things, and therefore we want to be sure, is that human casualties occurred when a ship sunk, i.e. in the case of the ship we suspect.

We want to work hard when this is necessary.

(EN-INFO) Do you have information about shipwrecks that you wanna share with us? Be in contact. If you need it to be a secret, no problem. Email us: diveexplorer@dive-explorer.com

More information here…………………..

Papey GK8 (+1933)

Línuveiðarinn Papey GK-8 (áður Kakali ÍS 425) fór á veiðar frá Reykjavíkurhöfn í febrúar 1933. Um borð voru 17 skipverjar.

Þegar Papey GK8 var um tvær sjómílur frá Engey rakst skipið á þýska flutningaskipið Brigitte Sturm, sem var á leið til Reykjavíkur frá Stykkishólmi.

Stefni Brigitte Sturm stóð langt inn í Papey við áreksturinn sem sökk á skammri stundu.

8 skipverjar komust lífs af en 9 manns drukknuðu. Allir nema vélstjórarnir voru undir þiljum þegar slysið átti sér stað. Því var talað um að menn hafi sogast niður með skipinu er það skyndilega sökk, en það hafði sokkið á aðeins 2 til 3 mínútum samkvæmt frásögnum vitna.

Sjóréttur var haldinn og lesa má hluta þess í heimildum Morgunblaðsins þann 22. febrúar 1933.

Þýska flutningaskipið Brigitte Sturm sem lenti í árekstri við Papey GK 8. Það hét síðar Richard Borchard og fórst 1938 út af Helgoland.

Um Papey GK-8

Línuveiðarinn Papey var smíðaður í Hollandi árið 1913 (1914?). Hann var 107 bruttólesta með 220 HA 3 þrennslu gufuvél. Var hann í sinni fyrstu ferð, nýlega leigður af Guðmundi Magnússyni skipstjóra af Útvegsbankanum. Guðmundur komst lífs af úr slysinu, en var illa haldinn. Áður hafði Papey verið í eigu Vals í Hafnarfirði.

Módel / líkan af línuveiðaranum Papey GK8.

Skipsflakið af Papey

Ekki hef ég upplýsingar um hvar flakið af Papey sé að finna eða hvort það hafi fundist, og þar af leiðandi hvort kafað hafi verið niður á það.

Samkvæmt upplýsingum frá tíma slyssins þá er talað um að flakið sé að finna á 35 metra dýpi, tvær sjómílur VNV af Engey. Almennt dýpi á þessum slóðum er 30 til 50 metrar.

Sjókort VNV af Engey – NV af Gróttu (Navionics)

Ef þú hefur frekari upplýsingar um þetta slys, upplýsingar um flakið eða eitthvað frekar þá geturðu komið því á framfæri með því að skrifa hér á síðunni, eða senda mér tövlupóst á: diveexplorer@dive-explorer.com

__________________________________________________

Heimildir og upplýsingar:

Moette & Daniel (+1910)

Það vakti athygli ýmsra fréttin á Mbl.is þann 26 október 2020, þegar skipverjar á togaranum Múlabergi SI-22 drógu upp minjar af gömlu skipi í Fáskrúðsfirði. Múlaberg SI-22 var við rannsóknarveiðar er þessi fundur varð.

Það er einmitt svo að leifar gamalla tíma, skipsflaka, koma upp með veiðarfærum fiskiskipa. Oft er ekki látið vita, eða hlutum er hent aftur í hafið, og hlutirnir flokkaðir sem hvert annað sjávarrusl.

Í þessu tilfelli var þessi fundur skoðaður frekar, og vildi svo til að þrír starfsmenn frá Minjastofnun voru um borð í Múlabergi.

Umræddur fundur var líklegast af gamalli skútu, mögulega siglutré, eða stýri skútunnar.

Timbrið sem kom upp með veiðarfærðum Múlabergs SI-22. Siglugtré, eða stýri skútu. (mbl; 200 Mílur)
Timbrið sem kom upp með veiðarfærðum Múlabergs SI-22. Siglugtré, eða stýri skútu. (mbl; 200 Mílur)

Sjósókn Frakka í Fáskrúðsfirði

Þegar sagan er nánar skoðuð þá kemur ekki á óvart að leifar skipsflak sé að finna á þessum stað, í Fáskrúðsfirði. Leika má líkum að því að um sé að ræða leifar franskar skútu. Frakkar hafa verið að veiðum hér við strendur landsins amk. síðastliðinn 300 ár.

Voru Frakkar á þorskveiðum á m.a. seglskipum allt að fyrri heimstyrjöldinni (WWI). Frakkar völdu Fáskrúðsfjörð sem aðalhöfn, bækistöð, austan lands.

Fáskrúðsfjörður hentaði vel sem aðalhöfn vegna landfræðilegrar legu, staðsetningar, og hversu stutt var á miðin.

Á Fáskrúðsfirði er safn um sjósókn Frakka hér við land.

Sjókort, dýptarkort, af Fáskrúðsfirði. Fyrir framan „Eyri“ er þar sem umræddur fundur varð. (Navionics)

Þar sem fundurinn varð í Fáskrúðsfirði var framundan Eyri. Dýpi á þeim slóðum er um 80 til 90 metra dýpi.

Hefurður meiri upplýsingar? Hafðu samband, sendu mér póst á diveexplorer@dive-explorer. com.

Information? Contact me.

Heimildir:

Freyja BA-272 (+1967)

Vélbáturinn Freyja BA 272 frá Súðavík (áður Jón Ben NK-71 / Neskaupsstað) var á línuveiðum út af svokölluðum Eldingum þegar síðast spurðist til áhafnarinnar, og var það mjög ógreinilegt. Talið var að það gæti bent til ísingar. 8 stiga norð-austan (NA) vindur og blindhríð var á tíma hvarfsins.

Þremur klukkustundum eftir hvarfið hafði hvassviðrið aukist upp í 9 stiga vindhæð og úrkoma einnig aukist. Frost var og skyggni aðeins 100 metrar.

Leitin að Freyju BA-272

Síðast hafði heyrst til Freyju klukkan 16:30 og hafði leit strax hafist með fjórum bátum um kvöldið og um nóttina. Daginn eftir hvarfið voru leitarskilyrði góð og bætti þá í leitarflokkana, leitað var á sjó, á landi og úr lofti. 20 bátar og 2 flugvélar voru við leit þegar hún stóð sem hæst. Voru strandir leitaðar frá Bolungarvík til Skálavíkur, leitað var á Inggjaldssandi út undir Barða og leitað í kringum Galtárvita.

Á þessu sjókorti er merkt flak. Er það flakið af Freyju BA-272 sem fórst veturinn 1967 með fjórum mönnum? Dýpi á þessu svæði er í kringum 120 m. (Sjókort: Navionics)

Fundur á munum er tengdust Freyju

Línubelgir úr Freyju fundust í beinni vindstefnu norð-austur frá þeim stað sem báturinn gaf síðast upp mögulega staðsetningu sína.

Bólfæri fannst 7 mílur frá Deild og 6,4 mílur frá Ryt.

Rauður hringur sýnir Eldingar, síðustu staðsetninguna sem vitað var af Freyju BA-272. Grænn hringur sýnir Deild, grár hringur sýnir Ryt. Appelsínugulur (Orange) kassi sýnir staðsetningu á hvar bólfæri fundust. (Skrásetning; DE – Sjókort; Navionics).
Freyja BA 272 frá Súðavík, á þessari mynd hét skipið Jón Ben NK-71 og var þá frá Neskaupsstað. (Heimild: Morgunblaðið 03.03.1967)

Vélbáturinn Freyja BA-272

Vélbáturinn Freyja var 11 ára gamall línubátur er hann fórst. Freyja var 24 tonn að stærð, smíðaður í Neskaupsstað og gerður út frá Bíldudal.

Á sjókorti er merkt flak. Er það flakið af Freyju BA-272. (Mynd: Google Earth Pro)

Þeir sem fórust með Freyju BA-272

  • Birgir Benjamínsson, skipstjóri, frá Súðavík, f.26.09.1928.
  • Jón Hafþór Þórðarson, frá Súðavík, f. 5.4.1945.
  • Jón Lúðvík Guðmundsson, stýrimaður frá Súðavík, f. 2.7.1949.
  • Páll Halldórsson, frá Súðavík, f. 29.05.1916.
Þeir sem fórust með Freyju BA-272. (Morgunblaðið 7. mars 1967).

________________________________________

Uppfært 09.05.2021

Brak kemur upp með veiðarfærum

Í mars 2020 var fiskiskip á veiðum á þessum slóðum sem merkt eru inn á kortið. Kom þá upp með veiðarfærum brak / bútar úr skipi.

Ekki er meira vitað um hvers eðlis þetta brak var eða úr hvaða skipi. Grunur leikur á að það sé úr Freyju. Það hefur ekki verið staðfest, en áhöfnin tók gps hnitin á festunni til seinna tíma rannsókna.

Rauður hringur sýnir Eldingar, síðustu staðsetninguna sem vitað var af Freyju BA-272. Grænn hringur sýnir Deild, grár hringur sýnir Ryt. Appelsínugulur (Orange) kassi sýnir staðsetningu á hvar bólfæri fundust. (Skrásetning; DE – Sjókort; Navionics).

(IS) Upplýsingar – (EN) Informations

(IS) Hefurðu frekari upplýsingar um afdrif Freyju BA-272? Geturðu bætt við upplýsingum á þessa síðu? Hafðu samband, sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com. Höfum söguna á hreinu og upplýsingar réttar.

(EN) Do you have additional information? Please contact me. Email; diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir:

Gautavík – Forn höfn

Um Gautavík á Austfjörðum

Gautavík er bær við norðanverðan Berufjörð.  Hann stendur þar við samnefnda vík, þar sem var lengi höfn og kaupstaður.  Rústir hans sjást enn þá.  Þær eru friðaðar og hafa verið rannsakaðar lítillega.  Þangbrandur prestur kom þar fyrst að landi, þegar hann kom hingað í erindum Noregskonungs til að kristna Íslendinga.  Hann var þýzkur og gerðist hirðprestur Ólafs konungs Tryggvasonar.  Honum er lýst sem ofstopamanni í Kristnisögu og ófærum til kristniboðs, enda var hann sagður bera biblíuna í annarri hendi og sverð í hinni.

Berufjörður, þar sem hin forna höfn Gautavík var. (Kort; ja.is – 23.03.2021)
Nær mynd sem sýnir staðsetningu á Gautavík

Höfnin Gautavík

Annálar 14. og 15. alda geta Gautavíkurhafnar sem aðalhafnar Austurlands.  Þjóðverjar ráku verzlun á staðnum en færðu sig yfir fjörðinn á síðari hluta 16. aldar, fyrst í Fúluvík og síðan í Djúpavog.  Bærinn í Gautavík varð fyrir skriðu sumarið 1792 og hjónin á bænum fórust.

Sjókort / dýptakort af Berufirði (Kort; Navionics – 06.05.2016)

Rannsóknarleiðangur 10. maí – 11. maí 2016

Farin var rannsóknarleiðangur 10 til 11 maí 2016. Ekki verður farið í nánari útlistun á tilgangi rannsóknarleiðangursins, sem og niðurstöðurnar.

En margvíslegum gögnum var safnað. Hér eru hluti þeirra ásamt myndum úr leiðangrinum.

Í höfninni á Djúpavík, búnaður og bátur gerður klár fyrir siglingu á rannsóknar/leitarsvæði (12.05.2016 – DiveExplorer)
Gautavík (12.05.2016 – DiveExplorer)
Á siglingu í Gautavík (12.05.2016 – DiveExplorer)
Köfun (12.05.2016 – DiveExplorer)
Köfun (12.05.2016 – DiveExplorer)
Köfun – dýptarmælir (12.05.2016 – DiveExplorer)
Side Scan Sonar mósaík. (12.05.2016 – DiveExplorer)
Dýptarkort (e. Bathymetric) (12.05.2016 – DiveExplorer)

Diveexplorer@dive-explorer.com 2016

Pourquoi-Pas? Könnunar-leiðangur (2011)

Farin var leiðangur í flakið af Pourquoi-Pas? í september 2011 til að rannsaka þær minjar sem liggja þar á botninum, sem enn eru eftir. Leiðangurinn var farinn að beiðni Fornleifaverndar Ríkisins (nú í dag Minjastofnun), undir handleiðslu Svans Steinarssonar, kafara og umsjónarmanns með flaki Pourquoi-Pas?.

Í fjörunni í Straumfirði. (Mynd; DiveExplorer – 2011)

Veður og aðstæður til köfunnar umræddan dag voru ekki með því besta, en vindur var talsverður og öldugangur. Þó var farinn ein könnunarköfun ásamt gerður var sónar könnun á flakasvæðinu.

Á siglingu fyrir könnun. (Mynd; DiveExplorer – 2011)
Könnunarköfun á flak Pourquoi-Pas?. (Mynd; DiveExplorer – Ragnar Edvardsson – 2011)
Vírbútur úr flaki Pourquoi-Pas? (Mynd; DiveExplorer – 2011)
Dýptarkort af flakasvæði Pourquoi-Pas?. Blátt er dýpst og rautt er grynnst. (Mynd; DiveExplorer – 2011)
Tvígeislamynd (e.Side Scan Sonar) af flakasvæði Pourquoi-Pas?. Sjá má á myndinni gufuketil, vél sem og akkeriskeðjur og akkerisvindur. (Tvígeislamynd; AÞE-RE / 2011)
Sigling til baka eftir könnunarköfun (Video; DiveExplorer 10.09.2011)

Skipsflakið „H“ (+1908)

Franska skonnortan „H“ fórst í óveðri í desember 1908. Var mikið stórviðri og vindur í suðaustan átt.

Voru mörg skip í vari á meðan þessu óviðri stóð yfir.

Ljósmynd af skonnortu. Alls ekki ólíklegt að „H“ hafi litið svipað út. (Google.is)

Sagt var að „H“ hafi verið gamall dallur en hafi verið gerður upp í „dráttarbrautinni“.

Leit að skipsflakinu „H“.

Leit hófst árið 2015, kom þá nokkur áhugaverð frávik í ljós, en ekkert sem gaf neitt sérstakt til kynna að um skipsflak væri að ræða. En vitað var að þau voru nokkur á þessum slóðum.

Nokkrum árum síðar var farið aftur í leit að flakinu. Sá leiðangur fór fram þann 8. desember 2018. Fóru þá Arnar Þór Egilsson, kafari og Ragnar Edvardsson frá rannsóknarsetri Háskólans á Vestfjörðum í stuttan leiðangur. Kom í ljós nokkur „frávik“ og við nánari skoðun á gögnunum kom í ljós mögulegt skipsflak.

Tvígeislamæling (Side Scan Sonar mynd) af fráviki. Lengdarmæling gefur til kynna 30 metra langt frávik og 14 metra breitt. (08.12.2018 DiveExplorer / Ragnar Edvardsson)

For-rannsókn / könnun með neðansjávarmyndavél – 01. febrúar 2019

Þann 01. febrúar 2019 var farið í aðra leit, og þá með neðansjávarmyndavél, en veður á þessum tíma var ekki hentugt í köfun og það var líka nauðsynlegt að skoða fleiri en einn stað.

Á einum á þessum stöðum kom klárlega í ljós skipsflak sem leiða má líkum af að sé af „H“.

Neðansjávarmynd. (01.02.2019 (DiveExplorer / Heimir Haraldsson / Ragnar Edvarsson)
Neðansjávarmynd. (01.02.2019 (DiveExplorer / Heimir Haraldsson / Ragnar Edvarsson)

Nauðsynlegt verður að skoða það frekar og þá með köfun niður á flakið og gera mælingar og meta hvaða hluti/muni þetta flak hefur að geyma.

Könnunarköfun 30.05.2019

Könnunarleiðangur niður á flakið var farið þann 30.05.2019. Leiðangursmenn voru Heimir Haraldsson, kafari og skipstjóri leiðangursins. Fornleifafræðingurinn Doktor Ragnar Edvardson frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum (Bolungarvík) og Arnar Þór Egilsson, kafari og áhugamaður um skipsflök. Myndatökumaður frá Ríkissjónvarpinu var með í för, en verið var að gera myndefni fyrir sjónvarpsþáttinn Landann, um rannsóknir á skipsflökum.

Á línunni niður á skipsflakið. (Arnar & Ragnar – 30.05.2019)
Undirbúningur fyrir köfun. Frábært veður þennan dag (DiveExplorer – 30.05.2019)

Könnunarköfun þann 26. september 2019.

Farið var í könnunarköfun í flakið þann 26. september 2019. Veður aðstæður voru með allra besta móti. Farið var niður á flakið, en því miður var skyggni sáralítið, en frábær köfun – margt að sjá. Tekið var samt upp myndir og video.

Frekari rannsóknir, sem og leiðangrar eiga eftir að fara fram.

Kafarinn SAWÓ (Samúel) að skrásetja hluti á flakinu. (DiveExplorer 26.09.2019)
Hér er mjög líklega gamall olíulampi sem hefur verið um borð í skipinu. Köfun þennan dag var skyggni mjög lítið. (AÞE, HH & SAWÓ_26.09.2019)
Hér er mjög líklega gamall olíulampi sem hefur verið um borð í skipinu. Köfun þennan dag var skyggni mjög lítið. (AÞE, HH og SAWÓ_26.09.2019)