Euripides H959 (+1921)

Euripides H-959 var breskur togari sem fórst í Patreksfirði 3. mars árið 1921 í vondu veðri.

Skipstjórinn vildi ekki gefa skipið upp sem strand, og þess vegna var engu bjargað úr því. Björgunarskipið Geir náði því á flot, en það sökk skammt frá landi.

Þrír Íslendingar voru heiðraðir fyrir björgunarstörf (King´s Silver Medal for Gallantry).

15 manns voru í áhöfn

15 manns voru í áhöfn en 3 fórust með skipinu. Hér eru nöfn þeirra sem og nokkurra þeirra sem komust lífs af úr slysinu.

  • BLACKMAN,John.(31),9 Conway-st,Hull.[3rd/Hand]
  • FALE,William.(50),378 Hawthorne-ave,Hull.[Bosun]
  • HOLROYD,George.(22),9 Clyde-ter,Brighton st,Hull.[Deckhand]

12 komust lífs af úr slysinu (Aðeins heimildir fyrir 2 nöfnum)

  • ALBURY, WILLIAM JAMES (24), Leading Seaman (no. 6486/A), Euripides, Royal Naval Reserve, †11/07/1918, Son of James Albury; husband of Lucy Hannah Albury, of 34, Laurel Row, Brighton. Born at West Chiltington.
  • ROSE, BENJAMIN TUCK (30), Skipper, FV Euripides, Royal Naval Reserve, †11/07/1918, Son of Mr. and Mrs. Benjamin Rose, of Crown St., Aberdeen; husband of Dora Rose, of 135, Victoria Rd., Torry, Aberdeen,

Um togarann Euripides

Euripides FV var smíðaður árið 1907 af Mackie & Thomson, Govan, Yard No 348 í Skotlandi. 307 brúttó-tonn að þyngd.

Hann var byggður upphaflega fyrir Anglo-Norwegian Steam fishing Co. Ltd, í Hull.

Árið 1912 var Euripides keyptur af City Steam Fishing Co, Hull og svo 1915 færður undir Admirialty requisition. 1920 var honum svo skilað til eigandanna, City Steam Fishing Company og var í þeirra eigu á tíma strandsins.

John A. Laverack var framkvæmdastjóri City Steam Fishing Company.

Euripides H-959

Skipsflakið af Euripides

Í rannsóknar – og sónarleiðangri í Patreksfirði árið 2011 voru Arnar Þ. Egilsson, kafari og Ragnar Edvardsson, doktor í fornleifafræði á slóðum Euripides. Í stuttu hliðarverkefni frá öðrum mælingum fannst flakið af Euripides.

Ekki er að finna upplýsingar um að kafað hafi verið í þetta flak, eða rannsakað frekar en staðsetning þess er nokkuð þekkt. Nema kannski ónákvæm staðsetning?

Af sónarmyndum, tvígeislamælingum (e. side scan sonar), að dæma þá hvílir flakið af Euripides á um 10 til 12 metra dýpi. Brakasvæðið er um það bil 500 metra frá landi. Botngerð er skeljasandur, nokkuð gróður og þaraskógur, þar í kring. Flakið er mikið brotið, nokkuð brakasvæði en stóru þungu hlutir skipsins liggja nokkuð þétt saman en aðrir minni hlutir eru dreyfðir nokkuð þar í kring.

Ef kafað hefur verið í þetta flak, til upplýsingar eða jafnvel ljósmyndir má endilega hafa samband: diveexplorer@dive-explorer.com

Side Scan Sonar mynd af flaki/braka svæði Euripides. (DiveExplorer@2011)

Hefurðu upplýsingar um Euripides sem þú vilt deila?

Do you have informations about this shipwreck?

Hafðu samband / Please contact me: diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir

2 athugasemdir við “Euripides H959 (+1921)”

  1. Blessaður

    Það eru villur í færslunni hjá þér.
    Það voru 15 í áhöfn, ekki 5, og því 12 sem björguðust.
    Skipið var 307 brúttórúmlestir, það er að segja rúmmál, en ekki þyngd.
    Upplýsingarnar um eigandann eru líka rangar. Skipið var enn í eigu City Steam Fishing Company. John A. Laverack var framkvæmdastjóri þess félags.

    Skipstjórinn vildi ekki gefa skipið upp sem strand, og þess vegna var engu bjargað úr því. Björgunarskipið Geir náði því á flot, en það sökk skammt frá landi.
    Það er kaldhæðni örlaganna að ef Hænvíkingar hefðu ekki svo vasklega bjargað mönnunum í land hefðu þeir allir lifað af.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s