Æsa ÍS-87 (+1996)

Kúfiskbátnum Æsa ÍS 87 hvolfdi skyndilega og sökk í Arnarfirði í júlí mánuði árið 1996.

Veður var gott og sléttur sjór er slysið átti sér stað. Sex manns voru í áhöfn. Fjórum tókst að komast á kjöl skipsins en tveir létust. Lík annars þeirra fannst eftir umtalsverðar köfunaraðgerðir. Hinn fannst aldrei. Voru það ættingar mannanna sem létust sem börðust fyrir því að farið yrði í umræddar köfunaraðgerðir. Erlent köfunarfyrirtæki, frá Bretlandi, var fengið til að taka að sér verkið.

Kort sem sýnir staðsetningu á flaki Æsu (Mynd; Google Earth)
Sjókort sem sýnir staðsetningu á flakinu, þar sem það liggur á rúmlega 80 metra dýpi. (Sjókort; Navionics)

Slysið gerðist það snögglega að áhöfnin hafði ekki tíma til að gefa út neyðarkall, en sjálfvirkur neyðarsendir fór af stað þegar áhöfnin komst í björgunarbátinn. Einn áhafnarmeðlimurinn náði að kafa um 3 metra undir skipið til að losa björgunarbátinn með handafli. Sjálfvirkur sleppibúnaður hafði ekki virkað.

Skelfisksskipið Æsa ÍS frá Flateyri. (Mynd; DV 26.07.1996)

Stuttu síðar frá því að skipið hafði hallað á hliðina sökk það. Alls tóku 32 bátar og tveir togarar þátt í leitinni, síðar tók TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunar þátt í leitinni. Björgunarsveitarmenn gengu fjörur beggja megin Arnarfjarðar.

Olíubrák kom fljótlega upp frá Æsu eftir að skipið sökk og fann Sæborg BA-77 flakið á um 70 til 80 metra dýpi klukkan 13:34. (Morgunblaðið 26.07.1996)

Víðtæk leit að þeim sem fórust bar ekki árangur.

Það var ekki fyrr en ættingar hinnar látnu börðust fyrir því að farið yrði í köfunaraðgerðir til að leita að mönnunum, að annar þeirra fannst.

Köfunaraðgerðir niður á flak Æsu. (Mynd; Vísir)
Tímaáætlun vegna köfunaraðgerða (Mynd; Vísir 12.05.1997, bls 4)

Æsa ÍS var smíðuð í Hollandi árið 1987. Skipið var 132 brúttótonn og sérútbúið fyrir skelfiskveiðar. Vestfirskur skelfiskur á Flateyri gerði skipið út.

Viltu vita meira? Hefurðu einhverjar upplýsingar hafðu samband við mig; diveexplorer@dive-explorer.com.

Do you want to know more? Do you have additional information? Please contact me; diveexplorer@dive-explorer.com

_________________________________________________________________

Heimildir & tenglar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s