Kúfiskbátnum Æsa ÍS 87 hvolfdi skyndilega og sökk í Arnarfirði í júlí mánuði árið 1996.
Veður var gott og sléttur sjór er slysið átti sér stað. Sex manns voru í áhöfn. Fjórum tókst að komast á kjöl skipsins en tveir létust. Lík annars þeirra fannst eftir umtalsverðar köfunaraðgerðir. Hinn fannst aldrei. Voru það ættingar mannanna sem létust sem börðust fyrir því að farið yrði í umræddar köfunaraðgerðir. Erlent köfunarfyrirtæki, frá Bretlandi, var fengið til að taka að sér verkið.


Slysið gerðist það snögglega að áhöfnin hafði ekki tíma til að gefa út neyðarkall, en sjálfvirkur neyðarsendir fór af stað þegar áhöfnin komst í björgunarbátinn. Einn áhafnarmeðlimurinn náði að kafa um 3 metra undir skipið til að losa björgunarbátinn með handafli. Sjálfvirkur sleppibúnaður hafði ekki virkað.

Stuttu síðar frá því að skipið hafði hallað á hliðina sökk það. Alls tóku 32 bátar og tveir togarar þátt í leitinni, síðar tók TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunar þátt í leitinni. Björgunarsveitarmenn gengu fjörur beggja megin Arnarfjarðar.
Olíubrák kom fljótlega upp frá Æsu eftir að skipið sökk og fann Sæborg BA-77 flakið á um 70 til 80 metra dýpi klukkan 13:34. (Morgunblaðið 26.07.1996)
Víðtæk leit að þeim sem fórust bar ekki árangur.
Það var ekki fyrr en ættingar hinnar látnu börðust fyrir því að farið yrði í köfunaraðgerðir til að leita að mönnunum, að annar þeirra fannst.


Æsa ÍS var smíðuð í Hollandi árið 1987. Skipið var 132 brúttótonn og sérútbúið fyrir skelfiskveiðar. Vestfirskur skelfiskur á Flateyri gerði skipið út.
Viltu vita meira? Hefurðu einhverjar upplýsingar hafðu samband við mig; diveexplorer@dive-explorer.com.
Do you want to know more? Do you have additional information? Please contact me; diveexplorer@dive-explorer.com
_________________________________________________________________
Heimildir & tenglar