10. apríl árið 1933 fórst togarinn Skúli fógeti vestan við Staðarhverfi í Grindavík.
24 mönnum var bjargað en 13 fórust í þessu slysi.

Það var aðfaranótt 10 apríl laust eftir miðnætti sem togarinn Skúli fógeti strandaði skammt vestan við vík þá, sem nefnd er Albogi. Veður var dimmt af hríð og suðaustan strekkingur. Skipið var á heimleið frá Selvogsbanka.
Skipið fylltist brátt af sjó, seig niður að aftanverðu út af skerinu um 20 mínútum eftir að það strandaði.
Skömmu eftir að togarinn seig niður, fóru ólög yfir stjórnpallinn, svo þeir sem voru í fremri reiðanum sáu, að stýrishúsið fór við og við alveg í kaf. Þrír skipsverja komust af stjórnpallinum fram á hvalbakinn en sjór skolaði hinum brátt út. Með línubyssu tókst brátt að koma taug úr á hvalbakinn og tókst björgun greiðlega eftir það.
Togarinn Skúli fógeti var byggður fyrir Alliance í Beverley í Englandi árið 1920. Hann var 348 brúttó tonn.






Heimildir og krækjur:
- Heimasíðar FERLIR´s um Skúla fógeta
- Facebook síða Sjóminjasafnsins um strandið 1933
- Útkall rauður – Afmælisblað bjsv. Þorbjörns 2007, bls. 32-33.