Flokkaskipt greinasafn: Ófundin flök

TF-AIS (+1966)

TF-AIS var sjúkraflugvél af gerðinni Beechcraft.

TF-AIS var eitt af þessum slysum í íslenskri flugsögu þar sem flakið af flugvélinni hefur aldrei fundist. Minnir margt á flugvélina Glitfaxa (+1951), sjá hér.

Það var snemma árs 1966, eða 18 janúar, þar sem óskað var eftir sjúkraflugvélin austur á Neskaupsstað til að flytja 6 ára dreng á sjúkrahús. Drengurinn hafði fengið flís í augað.

Tveggja manna áhöfn var í TF-AIS, Sverri Jónsson, flugstjóri og Höskuldur Þorsteinsson, flugmaður. Lögðu þeir frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 18:30. Veðurskilyrði á austfjörðum voru slæm. Lentu þeir fyrst á Egilsstaðarflugvelli til að taka eldsneyti. Lögðu þeir af stað frá Egilsstaðarflugvelli klukkan 21:43. Flug þaðan að Norðfirði tók um 10-15 mínútur. Klukkan 22:05 hóf TF-AIS aðflug að flugvellinum á Neskaupsstað. Klukkan 22:12 er haft samband við flugvélina, en ekkert heyrðist frá henni. Mjög fljótlega var sett af stað leit að vélinni og fóru fyrstu björgunarsveitarmenn á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík um borð í flugvél Flugfélag Íslands klukkan 22:53.

Eins og fram kom þá var slæm veðurskilyrði á tíma flugsins, dimm él, slæmt skyggni og myrkur. Frost var á bilinu -6 til -15 stig.

Staðsetning flugvallarins í Norðfirði (BINF) – (Kort; Skyvector)
Sjúkraflugvélin TF-AIS, af gerðinni Beechcraft.

Leitin að TF-AIS

Umfangsmikil leit var gerð af vélinni og að mönnunum tveimur sem voru í henni. Ekkert var í fyrstu hvort vélin hafi hafnað í sjó eða á landi. Leit hófst skömmu eftir að síðast heyrðist frá flugvélinni.

Síðustu skilaboðin voru klukkan 22:12, en þá gaf flugmaðurinn upp að hann sé að lækka flugið úti fyrir Norðfirði “ er að byrja að sjá niður“ eins og hann kallaði það. Eftir það ekkert meira frá TF-AIS en vélin voru kölluð upp á mínútu fresti til klukkan 22: 26. Var þá flugturninum á Egilsstöðum tilkynnt um hver staðan væri, að samband við TF-AIS hafi rofnað. Haldið var síðan áfram að kalla upp vélina, viðstöðulaust.

200 manns leituðu að TF-AIS, ásamt 14 bátum sem leituðu meðfram ströndu. 8 flugvélar tóku þátt sömuleiðis í leitinni og aðstoðuðu við að flytja leitarhópa.

Leitin að TF-AIS bar engan árangur. Á þessum tíma var talað um að þetta hafi verið umfangsmesta leit sem ráðist hefur verið í að týndum mönnum.

Mennirnir tveir sem fórust með TF-AIS

  • Sverrir Jónsson, flugstjóri
  • Höskuldur Þorsteinsson, flugmaður.

Bæði Sverrir og Höskuldur voru giftir og áttu fimm börn hvor.

Sverrir Jónsson til vinstri. Höskuldur Þorsteinsson til hægri.
Sjó/dýptarkort af Norðfirði (Kort; Navionics)

Flugvélin TF-AIS

Flugvélin TF-AIS var af gerðinni Beechcraft C-45H. Hún var keypt frá Danmörku (OY-DAY) og skráð á Íslandi 8. apríl 1964. Vélin var ætluð til farþega- og vöruflutninga.

Flugvélin var smíðuð í Bandaríkjunum, í Wichita, Kansas í maí 1954 af Beech Aircarft Corporation. Í Seinni heimstyrjöldinni (WWII) voru yfir 5000 þúsund slíkar vélar smíðaðar, en voru þá nefndar C-45.

Beechcraft flugvélarnar voru tveggja hreyfla, af gerðinni Pratt & Whitney, 450 hestafla (ha.). Vænghaf: 14,5m, Lengd: 10.30m. Farþegafjöldi 8 og einn í áhöfn. Hámarksflugtaksþyngd: 3970 kg. Flughraði: 412 km. Flugdrægni 2000km. Flughæð: 6,250m

Raðnúmer TF-AIS var 52-10801.

Flakið af TF-AIS

Eins og fram hefur komið þá hefur flakið af flugvélinni TF-AIS aldrei fundist. Leit að flakinu á landi og á sjó fór fram og þann 25.janúar 1966 fannst í fjörunni milli Gerpis og Barðsness björgunarvesti úr flugvélinni TF-AIS. Sjá hér.

Vestið var enn innpakkað, ekki blásið út þar sem það fannst í fjörunni Sandvík. Vestið var staðfest af flugmönnum frá Flugsýn sem staddir voru í Norðfirði. Á vestið var stimpluð dagsetning síðasta skoðunardags og upphafsstaðir skoðunarmanns.

Þar hjá fannst líka lítill pakki, sem ekki var kannast við.

Olíuflekkir fundust á nokkrum stöðum. Tekin voru sýni úr þeim, en engir þeirra reyndust vera í flugfari.

Töldu menn að þar sem björgunarvestið hafi fundist í Sandvík þá hefði flugvélin TF-AIS að líkendum hafnað í sjónum utan Barðanes, því vindáttin hafi verið slík að þangað hefði vestið varla farið hefði vélin lent inni á flóanum. Kemur það þó fram í heimildum að um getgátur séu um að ræða.

Kort sem sýnir Sandvík (rauður kassi) þar sem björgunarvesti úr flugvélinni TF-AIS fannst. Talið er að TF-AIS hafi farist fyrir utan Barðsnes (Kort, LMI)
Sjókort sem sýnir dýpi fyrir utan Barðanes

Hefurðu upplýsingar um TF-AIS? Eitthvað sem þú vilt bæta við? Hafðu samband, skrifaðu hér á síðuna eða sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com

Information, something about the TF-AIS airplane? Write me an email: diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir / Upplýsingar / Tenglar

Papey GK8 (+1933)

Línuveiðarinn Papey GK-8 (áður Kakali ÍS 425) fór á veiðar frá Reykjavíkurhöfn í febrúar 1933. Um borð voru 17 skipverjar.

Þegar Papey GK8 var um tvær sjómílur frá Engey rakst skipið á þýska flutningaskipið Brigitte Sturm, sem var á leið til Reykjavíkur frá Stykkishólmi.

Stefni Brigitte Sturm stóð langt inn í Papey við áreksturinn sem sökk á skammri stundu.

8 skipverjar komust lífs af en 9 manns drukknuðu. Allir nema vélstjórarnir voru undir þiljum þegar slysið átti sér stað. Því var talað um að menn hafi sogast niður með skipinu er það skyndilega sökk, en það hafði sokkið á aðeins 2 til 3 mínútum samkvæmt frásögnum vitna.

Sjóréttur var haldinn og lesa má hluta þess í heimildum Morgunblaðsins þann 22. febrúar 1933.

Þýska flutningaskipið Brigitte Sturm sem lenti í árekstri við Papey GK 8. Það hét síðar Richard Borchard og fórst 1938 út af Helgoland.

Um Papey GK-8

Línuveiðarinn Papey var smíðaður í Hollandi árið 1913 (1914?). Hann var 107 bruttólesta með 220 HA 3 þrennslu gufuvél. Var hann í sinni fyrstu ferð, nýlega leigður af Guðmundi Magnússyni skipstjóra af Útvegsbankanum. Guðmundur komst lífs af úr slysinu, en var illa haldinn. Áður hafði Papey verið í eigu Vals í Hafnarfirði.

Módel / líkan af línuveiðaranum Papey GK8.

Skipsflakið af Papey

Ekki hef ég upplýsingar um hvar flakið af Papey sé að finna eða hvort það hafi fundist, og þar af leiðandi hvort kafað hafi verið niður á það.

Samkvæmt upplýsingum frá tíma slyssins þá er talað um að flakið sé að finna á 35 metra dýpi, tvær sjómílur VNV af Engey. Almennt dýpi á þessum slóðum er 30 til 50 metrar.

Sjókort VNV af Engey – NV af Gróttu (Navionics)

Ef þú hefur frekari upplýsingar um þetta slys, upplýsingar um flakið eða eitthvað frekar þá geturðu komið því á framfæri með því að skrifa hér á síðunni, eða senda mér tövlupóst á: diveexplorer@dive-explorer.com

__________________________________________________

Heimildir og upplýsingar:

Moette & Daniel (+1910)

Það vakti athygli ýmsra fréttin á Mbl.is þann 26 október 2020, þegar skipverjar á togaranum Múlabergi SI-22 drógu upp minjar af gömlu skipi í Fáskrúðsfirði. Múlaberg SI-22 var við rannsóknarveiðar er þessi fundur varð.

Það er einmitt svo að leifar gamalla tíma, skipsflaka, koma upp með veiðarfærum fiskiskipa. Oft er ekki látið vita, eða hlutum er hent aftur í hafið, og hlutirnir flokkaðir sem hvert annað sjávarrusl.

Í þessu tilfelli var þessi fundur skoðaður frekar, og vildi svo til að þrír starfsmenn frá Minjastofnun voru um borð í Múlabergi.

Umræddur fundur var líklegast af gamalli skútu, mögulega siglutré, eða stýri skútunnar.

Timbrið sem kom upp með veiðarfærðum Múlabergs SI-22. Siglugtré, eða stýri skútu. (mbl; 200 Mílur)
Timbrið sem kom upp með veiðarfærðum Múlabergs SI-22. Siglugtré, eða stýri skútu. (mbl; 200 Mílur)

Sjósókn Frakka í Fáskrúðsfirði

Þegar sagan er nánar skoðuð þá kemur ekki á óvart að leifar skipsflak sé að finna á þessum stað, í Fáskrúðsfirði. Leika má líkum að því að um sé að ræða leifar franskar skútu. Frakkar hafa verið að veiðum hér við strendur landsins amk. síðastliðinn 300 ár.

Voru Frakkar á þorskveiðum á m.a. seglskipum allt að fyrri heimstyrjöldinni (WWI). Frakkar völdu Fáskrúðsfjörð sem aðalhöfn, bækistöð, austan lands.

Fáskrúðsfjörður hentaði vel sem aðalhöfn vegna landfræðilegrar legu, staðsetningar, og hversu stutt var á miðin.

Á Fáskrúðsfirði er safn um sjósókn Frakka hér við land.

Sjókort, dýptarkort, af Fáskrúðsfirði. Fyrir framan „Eyri“ er þar sem umræddur fundur varð. (Navionics)

Þar sem fundurinn varð í Fáskrúðsfirði var framundan Eyri. Dýpi á þeim slóðum er um 80 til 90 metra dýpi.

Hefurður meiri upplýsingar? Hafðu samband, sendu mér póst á diveexplorer@dive-explorer. com.

Information? Contact me.

Heimildir:

Beautiful Star (+1917)

Fyrri heimstyrjöldin (1914-1918) var í fullum gangi, og kannski að mestu leyti „langt“ frá Íslendingum. En þrátt fyrir stríðsástandið í Evrópu þá lentu Íslendingar í ýmsum hremmingum. Oftar en ekki þá tengdust slíkar hremmingar skipssköðum. Tvö skip hurfu á árinu 1917, Vélbáturinn Trausti og svo kútterinn Beautiful Star. Var veturinn 1917, tímabilið, kallað „Veturnátta-slysin„. Fleiri slys urðu á árinu. En þessi tvö skip hafa aldrei fundist.

Kútterinn (Þilskipið) Beautiful Star var með 6 manns innanborðs, 5 í áhöfn og einn farþega. Það lagði frá Reykjavík í byrjun október 1917 (líklegast fyrstu vikuna í október) á leið til Sauðárkróks með vörur, og þaðan norður á Tjörnes til að taka með sér kolafarm til Akureyrar. (Einnig til heimildir um að koma átti við á Raufarhöfn?)

Talið var að skipið hafi farist úti fyrir Norðurlandi, þar sem veðurfar fyrir norðan hafi verið mjög slæmt, kallað „Norðanveðrið“.

Möguleg siglingaleið Beautiful Star. Upphafsstaður og mögulegir viðkomustaðir.
Ekkert meira er vitað. (Kort; map.is – 31.12.2021)

Áhöfnin

Skipstjóri Beautiful Star var Ólafur Sigurðsson frá Reykjavík. Stýrimaður Lárus Bjarnason, frá Hafnarfirði, Ketill Greipsson háseti frá Hafnarfirði (Ketill var þá formaður Hásetafélags Hafnarfjarðar), Guðmundur Jónsson Hafnarfirði, Kristján Jónsson Reykjavík. Farþegi Geir Hróbjartsson, Oddgeirshólum í Flóa.

Beautiful Star

Eins og fram hefur komið þá var skipið Beautiful Star þilskip „kútter“ keyptur frá Færeyjum sumarið eða haustið 1917. Það var í eigu Þorsteins Jónssonar frá Seyðisfirði, og fleiri manna?

Það var í sinni fyrstu eða annarri sjóferð sinni er það hvarf. Orðrómur var um að skipið hafi ekki verið sjófæru ástandi þegar það lagði upp í þessa afdrifaríku ferð. Talað var um að þetta atvik þyrfti að rannsaka.

Heimildir og upplýsingar:

Það sem vekur sérstaka athygli með þennan skipsskaða er hversu lítið er til af heimildum. Að minnsta kosti heimildir sem komu fram í tímaritum eða blöðum þess tíma. Kannski var það ekki svo skrítið á meðan styrjöldin stóð yfir, eða þá mögulega að það var ekki mikið af upplýsingum til að dreifa á þessum tíma.

Ekki eru komnar fram upplýsingar til um það hvort Beautiful Star hafi náð höfn á Sauðárkróki, eða Tjörnesi. Má vera rétt það sem talið var að skipið hafi horfið einhversstaðar á Norðurlandi?

Ekkert hefur heldur komið fram um að leit hafi farið fram að skipinu á sínum tíma, eða rek úr skipinu.

(IS) Upplýsingar (EN) Informations

(IS) Hefurðu frekari upplýsingar um þennan atburð? Geturðu bætt við upplýsingum á þessa síðu? Hafðu samband, sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com.

(EN) Do you have additional information? Please contact me. Email; diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir og linkar:

Suðurland (+1986)

Oftar en ekki er ákveðin dulúð yfir skipsflökum. Jafnvel enn frekar hvað það varð til þess að skipin höfnuðu á sjávarbotni. Sumum spurningum kann að vera svarað, við öðrum alls ekki. Mörg skipsflök eiga enn eftir að finnast.

Til dæmis hvað varðar orsök þess að íslenska flutningaskipið M/S Suðurland sökk 290 sjómílur austur af Langanesi á jólanótt 1986 er óljóst. Að minnsta kosti er sögur á kreiki um ýmsar ástæður.

Nokkrar bækur og greinar hafa verið skrifaðar um þennan atburð. Þá var gerð heimildarmyndin, Höggið, um slysið.

Skýrsla sjóslysanefndar segja til að frágangi farms hafi verið ábótavant. Aðrir vilja meina að kafbátur hafi valdið slysinu.

M/S Suðurland

M/S Suðurland var flutningaskip í eigu Nesskipa. Það var á leið til Murmansk, í Sovétríkjunum. Aðalfarmur skipsins voru 19.000 tunnur fullar af saltsíld.

M/S Suðurland sekkur

Þegar skipið var statt um miðja vegu milli Íslands og Noregs, eða tæpar 300 sjómílur ANA af Langanesi fannst áhöfninni að skipið hafi orðið fyrir miklu höggi. Skipið hallaði mjög, og sjór fór að flæða mjög hratt inn. Sökk skipið það hratt að skipverjar gáfust lítill tími til að klæðast hlífðarfötum, eða ráðrúm til að undirbúa sig á nokkurn hátt. Þegar þetta gerist er klukkan rétt fyrir miðnætti, og svarta myrkur.

Tveimur gúmmíbátum var varpað í sjóinn, en annar þeirra hvarf strax, hinn laskaðist nokkuð, varð hálffullur af sjó en hélst á floti.

Á aðfangadag við vaktaskiptin, eftir kvöldmat, um klukkan 20:00 var orðinn talsverður veltingur, suðaustan 8 vindstig, þannig að sjór fór að flæða yfir bakka og lúgur.

Neyðarkallið

Um klukkan 23:00 kom „höggið“. Vill áhöfnin meina það að þetta högg hafi ekki verið neitt eðlilegt högg.

Klukkan 23:17 barst Slysavarnarfélagi Íslands í Reykjavík neyðarkall frá Suðurlandinu þar sem lýst var að skipið væri að halla það mikið að það væri að fara á hliðina.

Sex manns fórust – fimm lifðu af

Tveimur gúmmíbátum var varpað í sjóinn, en annar þeirra hvarf strax út í myrkrið, hinn laskaðist nokkuð, varð hálffullur af sjó en hélst á floti.

Í áhöfn M/S Suðurland voru 11 manns. 6 fórust, 5 komumst lífs af, en þeim var bjargað af þyrluáhöfn danska varðskipsins Vædderen. Voru þeir þá búnir að hafast við í lekum og rifnum björgunarbát í tæpan hálfan sólarhring. Þeir gátu ekki setið í bátnum heldur þurftu að standa í einum hnapp. Þrír dóu um borð í björgunarbátnum.

Skipsflakið M/S Suðurland

Eftir því sem best er vitað þá er flakið af M/S Suðurland ófundið. Mögulega ekki hafi verið svo sem leitað af því þrátt fyrir vilja ýmissa aðila, og að slíkt gæti mögulega varpað ljósi á atburði þá sem varð til þess að skipið sökk. Talið er að skipið liggi á 2 km dýpi, 300 sjómílur ANA frá Langanesi, á miðja vegur milli Íslands og Noregs.

Heimildir og greinar – linkar

Hefurðu frekari upplýsingar? Geturðu hjálpað til við að koma upplýsingum á framfæri. Hafðu samband, skrifaðu póst hér á síðuna eða sendu mér tölvupóst; diveexplorer@dive-explorer.com

Freyja BA-272 (+1967)

Vélbáturinn Freyja BA 272 frá Súðavík (áður Jón Ben NK-71 / Neskaupsstað) var á línuveiðum út af svokölluðum Eldingum þegar síðast spurðist til áhafnarinnar, og var það mjög ógreinilegt. Talið var að það gæti bent til ísingar. 8 stiga norð-austan (NA) vindur og blindhríð var á tíma hvarfsins.

Þremur klukkustundum eftir hvarfið hafði hvassviðrið aukist upp í 9 stiga vindhæð og úrkoma einnig aukist. Frost var og skyggni aðeins 100 metrar.

Leitin að Freyju BA-272

Síðast hafði heyrst til Freyju klukkan 16:30 og hafði leit strax hafist með fjórum bátum um kvöldið og um nóttina. Daginn eftir hvarfið voru leitarskilyrði góð og bætti þá í leitarflokkana, leitað var á sjó, á landi og úr lofti. 20 bátar og 2 flugvélar voru við leit þegar hún stóð sem hæst. Voru strandir leitaðar frá Bolungarvík til Skálavíkur, leitað var á Inggjaldssandi út undir Barða og leitað í kringum Galtárvita.

Á þessu sjókorti er merkt flak. Er það flakið af Freyju BA-272 sem fórst veturinn 1967 með fjórum mönnum? Dýpi á þessu svæði er í kringum 120 m. (Sjókort: Navionics)

Fundur á munum er tengdust Freyju

Línubelgir úr Freyju fundust í beinni vindstefnu norð-austur frá þeim stað sem báturinn gaf síðast upp mögulega staðsetningu sína.

Bólfæri fannst 7 mílur frá Deild og 6,4 mílur frá Ryt.

Rauður hringur sýnir Eldingar, síðustu staðsetninguna sem vitað var af Freyju BA-272. Grænn hringur sýnir Deild, grár hringur sýnir Ryt. Appelsínugulur (Orange) kassi sýnir staðsetningu á hvar bólfæri fundust. (Skrásetning; DE – Sjókort; Navionics).
Freyja BA 272 frá Súðavík, á þessari mynd hét skipið Jón Ben NK-71 og var þá frá Neskaupsstað. (Heimild: Morgunblaðið 03.03.1967)

Vélbáturinn Freyja BA-272

Vélbáturinn Freyja var 11 ára gamall línubátur er hann fórst. Freyja var 24 tonn að stærð, smíðaður í Neskaupsstað og gerður út frá Bíldudal.

Á sjókorti er merkt flak. Er það flakið af Freyju BA-272. (Mynd: Google Earth Pro)

Þeir sem fórust með Freyju BA-272

  • Birgir Benjamínsson, skipstjóri, frá Súðavík, f.26.09.1928.
  • Jón Hafþór Þórðarson, frá Súðavík, f. 5.4.1945.
  • Jón Lúðvík Guðmundsson, stýrimaður frá Súðavík, f. 2.7.1949.
  • Páll Halldórsson, frá Súðavík, f. 29.05.1916.
Þeir sem fórust með Freyju BA-272. (Morgunblaðið 7. mars 1967).

________________________________________

Uppfært 09.05.2021

Brak kemur upp með veiðarfærum

Í mars 2020 var fiskiskip á veiðum á þessum slóðum sem merkt eru inn á kortið. Kom þá upp með veiðarfærum brak / bútar úr skipi.

Ekki er meira vitað um hvers eðlis þetta brak var eða úr hvaða skipi. Grunur leikur á að það sé úr Freyju. Það hefur ekki verið staðfest, en áhöfnin tók gps hnitin á festunni til seinna tíma rannsókna.

Rauður hringur sýnir Eldingar, síðustu staðsetninguna sem vitað var af Freyju BA-272. Grænn hringur sýnir Deild, grár hringur sýnir Ryt. Appelsínugulur (Orange) kassi sýnir staðsetningu á hvar bólfæri fundust. (Skrásetning; DE – Sjókort; Navionics).

(IS) Upplýsingar – (EN) Informations

(IS) Hefurðu frekari upplýsingar um afdrif Freyju BA-272? Geturðu bætt við upplýsingum á þessa síðu? Hafðu samband, sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com. Höfum söguna á hreinu og upplýsingar réttar.

(EN) Do you have additional information? Please contact me. Email; diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir:

Underwater survey 2020

A great day at sea, a bit cold (-4) but low wind and calm sea. We sailed from the harbor of Reykjavik on the research boat Sæmundur Fróði.

A mission project was an underwater search and preliminary survey on possible man-made objects, wreck site?, near Reykjavik.

The day mission was a collaboration between the University of Iceland Research Center of West fjords and the Research center of the Southern Peninsula.

Heading out to the search area from the Reykjavík Harbor. ROV waiting on the deck, ready to get wet.

Remotely operated vehicle (ROV)

The main tool for the job was BlueROV2, a heavy configuration, from BlueRobotics. This ROV has a 300-meter tether cable and additional 4 powerful LED lights of a total of 6000 lumens, which can brighten up the underwater world.

The ROV was connected to a weatherproof Dell laptop which served as a flight controller where we could see the live video feed in 1080 HD. The BlueROV was then controlled via Xbox One handheld remote controller.

SURVEY WORK

Everything worked out as planned, and we did also carry our SCUBA gear with us if we need to dive additional to the ROV work/survey.

BlueRobotics BlueROV2 between dives. All dives were successful.

Unknown shipwreck ?

On our way back to the harbor, we took a small detour and checked a target which we surveyed in 2015 with a Side Scan Sonar. We believe that´s an old uncharted shipwreck. A man-made object was there most likely. More surveys on that location need to be done to be sure.

Awesome dive / survey day.

A good tether management and tender is crucial for all dive operations
Working the ROV on location.
Survey work with ROV on location
Side Scan Sonar image of the target. The shape and size has the semblance of a ship.

SS Ulv (+1931)

Norska flutningaskipið „SS ULV“ frá Haugasundi, Noregi, hvarf 20. janúar 1931, og að öllum líkendum sokkið í námunda við Þaralátursgrunn á Ströndum.

Sigldi „ULV“ frá Siglufirði áleiðis til Súgandafjarðar. „ULV“ var hlaðið 1600 smálestum af salfiski á vegum Kveldúlfsfélagsins. Þegar skipið kom ekki fram, var óttast um afdrif þess og farið var til leitar. Ýmiss skip ásamt varðskipinu Ægi leituðu sjóleiðina án árangurs.

8 dögum síðar varð vart við rekald af skipinu „ULV“ á Þaralátursnesi á Ströndum. Var þá talið að skipið hefði hefði farist á þessum slóðum.

Reki varð af stýrishúsi skipsins, mikið af timbri, stólar og sængurklæðum. Út frá þessu var talið að skipið hefði farist mjög nálægt landi, eða á nesinu sjálfu. Var það Eiríkur bóndi á Dröngum sem hafði látið vita eftir að auglýst hafði verið eftir skipinu í útvarpsfréttum.

17 manns voru í áhöfn skipsins, auk eiginkonu skipstjórans og 4 íslenskir farþegar. Skipsstjóri ULV hét Lange. Nöfn íslensku farþeganna sem fórust voru Hreggviður Þorsteinsson kaupmaður, Jón Kristjánsson vélamaður, Ólafur Guðmundsson fiskimatsmaður (umsjónarmaður skipsins) og Aage Larsen mótoristi. Alls fórust því 22 manns.

Skipið ULV (Heimild: Sjöhistorie.no)

Skipið „ULV“ var 1471 brúttó smálestir, og lestaði 2175 smálestir. Það var byggt árið 1902 í 1. klassa. Eigandi skipsins var O. Kvilhaug í Haugasundi.

Sjókort af svæðinu hafsvæðinu í kringum Þaralátursfjörð þar sem skipið „ULV“ er talið hafa sokkið. (sjókort; Navionics)
Loftmynd af Þaralátursfirði og næstu firði þar við (Kort; lmi.is)

Veistu eitthvað meira?… Geturðu bætt við upplýsingum hafðu samband, höfum söguna á hreinu; diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir:

Örn GK-5 (+1936)

Sumarið 1936 var línubáturinn Örn GK-5 (áður E/s Batalder, áður Pétursey RE-277) á síldarveiðum út af Norðurlandi. Áhöfnin taldi 19 manns.

Þann 08. ágúst 1936 skall á svartaþoka og norðvestan rok og stórsjór á síldarmiðum fyrir norð-asutan land. Skip leituðu því eitt af öðru vars, en sigling gekk hægt sökum hversu skipin voru mikið hlaðin. Þegar síldarskipin komu til hafnar, öll nema Örn GK-5, fór fram leit að skipinu.

Línubáturinn Pétursey RE-277, síðar Örn GK-5. Mynd tekin í Reykjavíkurhöfn af óþekktum ljósmyndara. Heimild; thsof.123.is

Er varðskipið Ægir var statt á Húsavík á leið til leitar fannst annar nótabáturinn á reki, mannlaus. Töluvert brak úr skipinu fannst vestan Mánáreyja og er talið að skipið hafi farist á þeim slóðum. Hinn nótabáturinn fannst síðan mannlaus á reki undan Melrakkasléttu.

Upplýsingar um skipið Örn GK-5 úr skipaskrá Lloyds. (Heimild: https://www.wrecksite.eu/docBrowser.aspx?QnJwPQCxYnbiBre0vuo8dw==)
E/s Batalder KG-363 (Heimild: Vagaskip.dk)
Um skipið:

Örn GK-5 var smíðað í Noregi árið 1903, og var því 33 ára þegar hann sökk. Skipið var stálskip, 103 brúttólestir að stærð. Vélin var 203 ha 2.ja þöppu gufuvél. Skipið var fyrst gert út frá Noregi, en síðan selt til Færeyja. Árið 1927 keypti O. Ellingsen í Reykjavík skipið sem þá hét Pétursey RE-277.

Ekki var vitað hvað það var sem kom fyrir skipið en öll áhöfn þess fórst. Talið var ólíklegt að veður hefði orðið honum að tjóni, en hallast að því að jafnvel ketilsprenging hefði orðið í skipinu og það sokkið á svipstundu, en það verður aldrei vitað til fulls.

Vestan við Mánareyjar fannst brak úr skipinu. (Kort; LMI.is)
Hafsvæðið á Skjálfanda, framundan Tjörnesi og á Axarfirði er töluvert, allt að 200 metrum. (Sjókort; Navionics)
Þeir sem fórust með skipinu:

Úr Reykjavík:

Ólafur V. Bjarnason, skipstjóri, 60 ára, Frakkastíg 26, kvæntur og átti uppkomin börn.

Steinn Ásbjörnsson, stýrimaður, 28 ára, Rauðará við Hverfisgötu, ókvæntur.

Eggert Ólafsson, 1. vélstjóri, 27 ára, Grettisgötu 79, kvæntur en barnlaus.

Frá Hafnarfirði:

Guðmundur Guðmundsson, nótabassi, 57 ára, Gunnarssundi 3. Hann var kvæntur og átti 2 börn innan við fermingu og 3 uppkomin.

Skúli Sveinsson, 2. vélstjóri, 34 ára, Brekkustíg 25. Hann var kvæntur en barnlaus.

Guðmundur Albertsson, matsveinn, 23 ára, Vesturbraut 22, kvæntur og átti eitt barn.

Sigurður Sveinsson, háseti 53 ára, Hverfisgötu 7, kvæntur og átti eitt barn innan við fermingu. Þorsteinn Guðmundsson, háseti, 40 ára, Merkurgötu 14, kvæntur og átti 1 barn.

 Jón Bjarnason, háseti, 37 ára, Selvogsgötu 16 B. Kvæntur og átti 3 börn í ómegð.

Heimild; Morgunblaðið 24. maí 1996; Gáfu líkan af línubátnum Erni GK-5.
Heimildir og linkar

Uppfært 09.09.2020

Algengt er að leifar skipsflaka komi upp með veiðarfærum. Svo virðist sem áhöfnin á togaranum Klakka SH-510 hafi einmitt fengið leifar af skipsflaki í trollið er það var á rækjuveiðum út af Skjálfandaflóa þann 04. september 2020.

Togarinn Klakki SH-510 (Mynd: Davíð Már Sigurðsson, MarineTraffic.com)

Samkvæmt Facebook síðu eins skipverjans, Guðmundar Geirs Einarssonar þá kom upp með veiðarfærunum hvorki meira né minna en skipsklukka. Mjög oft er nafn skipanna skráð á skipsklukkuna. Svo virðist einmitt hafa verið í þessu tilviki því nafnið „BATALDER“ var grafið á bjölluna.

Leiða má líkur að því að þar sem skipsklukkan kom upp, eða í námunda við þann stað þar sem leifarnar komu upp með veiðarfærunum sé komin staðsetning á flaki BATALDER, sem síðar varð að skipinu ÖRN GK-5 (+1936).

Staðsetningin þar sem Klakki var á veiðum ber saman við heimildir um mögulegan stað þar sem ÖRN GK-5 sökk með allri áhöfn innanborðs. Dýpi á þessum slóðum er 100 til 200 metrar, og líklegast leðjubotn.

Skipsbjallan komin um borð í Klakka. (Heimild; Facebook síða Guðmundar Geirs Einarssonar)
Skipsbjallan komin um borð í Klakka. (Heimild; Facebook síða Guðmundar Geirs Einarssonar)
Skipsbjallan komin um borð í Klakka. (Heimild; Facebook síða Guðmundar Geirs Einarssonar)
Annað brak úr flakinu um borð í Klakka. (Heimild; Facebook síða Guðmundar Geirs Einarssonar)
Skipsbjallan eftir hreinsun hjá Byggðasafni Vestfjarða. (Heimild; Dv.is – 09.09.2020)
Heimildir og linkar
Heimild: Morgunblaðið 11.09.2020; 200 mílur; Nátengt fjölskyldunni

„Þessi saga hef­ur fylgt fjöl­skyld­unni nán­ast alla mína tíð og það er væg­ast sagt sér­kenni­legt að skips­bjall­an hafi komið upp með trolli skips, sem er ná­tengt okk­ur,“ seg­ir Torfi Björns­son á Ísaf­irði.

Hann vís­ar til þess að skips­bjalla úr gufu­skip­inu Erni GK kom upp með rækjutrolli Klakks ÍS á föstu­dag, en skipið var þá á rækju­veiðum á ut­an­verðum Skjálf­anda. Þar sást síðast til Arn­ar­ins 9. ág­úst 1936, en skipið fórst þann dag með 19 manna áhöfn. Meðal skip­verja var Jó­hann Rós­inkr­ans Sím­on­ar­son, afi Torfa, en út­gerðarmaður Klakks er Gunn­ar, son­ur Torfa.

Torfi Björns­son með skips­bjöll­una úr Erni GK, sem fórst á Skjálf­anda. Í bak­grunni er bát­ur með sama nafni, sem Torfi gerði út. mbl.is/​Hall­dór Svein­björns­son

Ein­hvers kon­ar fyr­ir­boði?

„Pabbi var á öðrum síld­ar­bát sem var á aust­ur­leið og þeir mættu Ern­in­um fyr­ir miðjum Skjálf­anda. Talið var að Örn­inn væri á leið til Siglu­fjarðar með full­fermi af síld. Þarna mætt­ust þeir feðgarn­ir og veifuðu hvor öðrum, það var í síðasta skipti sem þeir sáust. Skömmu síðar gerðist eitt­hvað sem olli því að skipið sökk með manni og mús. Eðli­lega vöknuðu marg­ar spurn­ing­ar um hvers vegna skipið sökk og þessi fund­ur svar­ar þeim ekki. Það er hins veg­ar stórfurðulegt að skips­bjall­an finn­ist á þennna hátt og ég velti fyr­ir mér hvort þetta sé ein­hvers kon­ar fyr­ir­boði,“ seg­ir Torfi Björns­son, tæp­lega 93 ára gam­all Ísfirðing­ur.

Örn­inn var smíðaður í Nor­egi 1903 og bar nafnið Batalder. Skipið var selt til Fær­eyja og síðan til Íslands 1927.

________________________

Veistu eitthvað meira?… Geturðu bætt við upplýsingum?

Hafðu samband, höfum söguna á hreinu; diveexplorer@dive-explorer.com

M/s Kampen (+1983)

Í fréttablaðinu þann 02. maí 2020 kemur sú frétt að Umhverfisstofnun telji líklegt að skipsflakið M/s Kampen leki svartolíu af hafsbotni. En borið hafði á olíublautum sjófuglum við Suðurland og í Vestmannaeyjum. Sjá frétt hér.

Önnur frétt svipuð efnis birtist í Viðskiptablaðinu, Fiskifréttir 14. janúar 2021 vegna þess að uppruni svartolíulekans sé ófundinn. Sjá frétt hér.

Það gæti verið á þessum slóðum þar sem M/s Kampen sökk. (kort : Map.is – 05.08.2020)

M/s Kampen var þýskt skip, rúmlega 6000 þúsund tonn (6150 lestir). Skipið var á leið til Íslands, Grundatanga með 5,300 tonna kolafarm fyrir Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Var skipið að koma frá Rotterdam, Hollandi er það fékk á sig slagsíðu. Brotnuðu lúgur og sjór komst í lestina. Skipið var nýtt, ekki orðið ársgamalt þegar það sökk. Sökk það um 22 sjómílur aust-suð-austan af Dyrhólaey (10-12 sjómílur út af Alviðru?).

Eimskip hafði skipið á leigu til flutninga en það var í eigu þýska útgerðarfyrirtækisins Schulz og Klemmensen í Hamborg. Það var smíðað í Shanghai í Kína, en allur tækjabúnaður var þýskur. Sökk það um 22 sjómílur austsuðaustan af Dyrhólaey. Botndýpi á þessum slóðum er um það bil 100 til 200 metrar.

6 mönnum var bjargað, eftir að þeir höfðu velkst um í sjónum í meira en eina klukkustund en 7 fórust í þessu slysi, öll líkin fundust.

M/s Kampen var þýskt flutningaskip sem sökk undan suðurströnd Íslands árið 1983. Skipið var nýtt, ekki ársgamalt þegar það sökk.
Hafsbotninn framundan Vík í Mýrdal og Dyrhólaey. (Kort, Navionics – Sjókort – 05.08.2020)

Heimild: Morgunblaðið 16. janúar 1994

Þann 1. nóvember 1983 fórst þýska skipið Kampen er það átti eftir um 16 stunda siglingu til Vestmannaeyja. Í fyrstu taldi skipstjóri Kampens að stórfelld hætta væri ekki yfirvofandi og skipið myndi halda áætlun. En klukkustund síðar var komið annað hljóð í strokkinn, neyðarkall hefði borist frá skipinu og áhöfnin væri að yfirgefa það. Fjöldi fiskiskipa í námunda við slysstaðinn fór á vettvang, auk þess sem þess var óskað að varnarliðið sendi tvær þyrlur og C-130 Hercules leitarvél.

Aðstæður voru erfiðar, illviðri og myrkur. Nokkrir skipbrotsmenn voru hífðir úr sjónum upp í fiskiskip og var veður svo slæmt að beiðni um að fá þá hífða upp í leitarþyrlurnar var hafnað.

Frá því að fyrsti skipbrotsmaðurinn fannst í sjónum og þar til sá síðasti var hífður upp í skip liðu rúmar tvær klukkustundir.

Alls voru þeir 13 talsins, en aðeins 6 þeirra lifðu slysið af.

Heimildir og tenglar

______________________________________________________

Veistu eitthvað meira?… Geturðu bætt við upplýsingum?

Hafðu samband, höfum söguna á hreinu; diveexplorer@dive-explorer.com