DIVEEXPLORER

UNDIRBÚNINGUR VEGNA RANNSÓKNAR LEIÐANGURS Í SKIPSFLAKIÐ AF PHÖNIX 2026 ER HAFINN.

Ekki hefur verið skipulagður köfunarleiðangur í Phönix síðan 2013. Þá voru farnir tveir leiðangrar, annars vegar í maí 2013 og hins vegar í júní 2013.

Fyrri leiðangurinn snéri að tilraunum við að ljósmynda flakið í þrívídd. Þrátt fyrir góðan hug og tilraunir þá gekk það ekki eftir.

Seinni leiðangurinn, tæknileiðangur, snéri ekki að köfun, heldur notkun á tvígeislamæli (e. side scan sonar) til að ná myndum af flökunum í hárri upplausn. Það gekk upp að hluta til.

Rannsóknarleiðangur 2026

Markmið leiðangursins er einfaldur: Ljósmynda flakið svo hægt verði að gera þrívíddarmynd af því.

Einfalt, en ekki svo einfalt.

Veður, sjólag, skyggni, heppni með kafanir, nægilega margar kafanir, nægilega margar ljósmyndir og fleira þarf að spila með.

Rannsóknarleiðangur 2013 – unnið í bát og köfunarlínum
Rannsóknarleiðangur 2013 – skipulag fyrir köfun
Rannsóknarleiðangur 2013
arnþór Davíðsson og Ragnar Edvardsson – rannsóknarleiðangur / tæknileiðangur 2013
Rannsóknarleiðangur 2013
tæknileiðangur 2013 – tvígeislamynd af phönix

Færðu inn athugasemd