Uppfært: 24.05.2024
Því miður þá varð ekkert úr þessum leiðangri að sinni sökum veðurs. Svona getur þetta verið, ekkert öruggt í þessum köfunarleiðöngrum.
Vonandi mun ekki vera langt í það að reynt verður aftur.
Eftir langa bið þá er fyrirhugaður köfunarleiðangur í flakið af póstskipinu Phönix í lok maí mánaðar 2024.
Síðasti skipulagði leiðangur var fyrir 11 árum síðan, 2013. Þannig að það var alveg kominn tími á leiðangur.

Markmið með þessum leiðangri er að kanna aðstæður, kanna flakið, muni því tengdu, og hvort og hvernig hlutir hafa breyst á þessum áratug frá síðasta leiðangri.
Leiðangur þessi verður þó í styttri kanntinum, því miður, aðeins tveir dagar, þar af einn köfunardagur. En hátt í 10 kafarar munu koma að honum og því með góðri skipulagningu mætti mögulega framkvæma og ljúka þeim skoðunum og heimildarvinnu sem við stefnum að.
Mikið er til af ljósmyndum og myndböndum neðansjávar af flakinu, sem og umhverfinu, frá því að flakið fannst árið 2009. Sjá hér.

Heimild til köfunar – sem og þessarar rannsóknar hefur verið veitt af Minjastofnun Íslands. Háskólasetur Vestfjarða og fornleifafræðingurinn Ragnar Edvardsson eru ábyrgðaraðili og stjórnandi þessarar rannsóknar.
Flakið af póstgufuskipinu Phönix var friðlýst 20. október 2010 og ríkir köfunarbann niður á flakið án leyfis Minjastofnunnar Íslands. Sjá hér.

Leiðangursmenn munu gista, og gera út frá í íþróttasalnum að Laugargerðisskóla.

Frekari upplýsingar um póstskipið Phönix má finna hér fyrir neðan.
Svo er það þannig með alla leiðangra að veður, sem og aðrir ófyrirsjáanlegir hlutir geta orðið sem valda því að ekki verður hægt að leggja í leiðangurinn á fyrirhuguðum tíma. Vonum að amk. veðurguðirnir verða okkur hliðhollir.

The wreck of the ship Phönix visited
After a long wait, a diving expedition to the wreck of the mail ship Phönix is planned for the end of May 2024.
The last organized expedition was 11 years ago, in 2013. So it was definitely time for an expedition.
The aim of this expedition is to investigate the conditions, explore the wreckage, the objects associated with it, and if and how things have changed in this decade since the last expedition.
This expedition will be on the shorter side, unfortunately, only two days, including one diving day. But close to 10 divers will come to him, and therefore with good planning, it would be possible to carry out and complete the inspections and documentation work that we are aiming for.

There are many underwater photographs and videos of the wreck, as well as the surrounding area since the wreck was discovered in 2009.
Permission for diving – as well as for this research – has been granted by the Icelandic Museum. The Vestfjörður University Center and archaeologist Ragnar Edvardsson are the responsible parties and managers of this research.
The wreck of the mail steamer Phönix was protected on October 20, 2010, and there is a ban on diving on the wreck without the permission of the Icelandic Heritage Foundation.
The expedition team will spend the night, and start from the sports hall at Laugargerðisskóli.
As with all expeditions, weather, as well as other unforeseeable things can happen that cause it to not be possible to embark on the expedition at the planned time. We hope that at least the weather gods will be on our side.

Færðu inn athugasemd