Verkefni – Expeditions & Projects


Phönix rannsóknarleiðangur 2026







Dive-log extra


17. Desember 2025

Í Þingvallavatni á Íslandi, er nokkuð óþekktur köfunarstaður, Kárastaðir, þó hann sé nokkuð vel þekktur meðal íslenskra kafara. Þetta er frekar einfaldur köfunarstaður, þarf ekki mikla reynslu en gefur ágætis æfingagildi. Auðvelt aðgengi í vatnið, stutt að fara þar sem vatnið er við hliðina á bílastæðinu. Grunn hjá er örstutt sund frá þar sem dýpi 6 til 10 metrar. Á botninum í gjánni er lítill ára/ mótorbátur, þó er lítill mótor hjá honum. Kafarar hafa stundum verið að nota bátinn, sem og mótorinn til ýmissa æfinga. Í dag ákvað ég að æfa mig í neðansjávarmyndatökum og þríviddargerð.

Þrívíddarmódelið má finna á DiveExplorer á Sketchfab.

27. Nóvember 2025

Undanfarna mánuði höfum við verið að skoða verkefni sem hófst 2012. Farnir voru nokkrir leiðangrar á árunum 2012,2014 og 2019. Eftir að hafa farið yfir rannsóknargögn, heimildir og fengið sjónarhorn úr öðrum áttum þá höfum við uppfært leitarsvæðið okkar.

Farinn var leiðangur á slóðir þessa nýja leitarsvæðis til að meta getu okkar og búnaðar til áframhaldandi leitar. Við höfum lokið okkar niðurstöðum vegna þessa og teljum við líklegt að halda megi áfram með verkefnið. Sumir myndu telja að vetrartíminn sé ekki heppilegum í svona verkefni, sem er að mörgu leyti rétt. En það að fara að vetri til hefur sína kosti líka.

Á siglingu á leið á leitarsvæði
Tvígeislamælingagögn

21. Oktober 2025

Sagan bíður okkar á hafsbotni

Ragnar Edvardsson hitti á Eggert Skúlason í þættinum Dagmálum og ræddi um rannsóknir á skipsflökum.

22. February 2025

It can be a real fun to take on some projects. A page that I follow on X, Nautilus live, they posted a real cool LEGO project. Build your own ROV.. Well, I had to accept that „challenge“ and vola.. one evening work and I finished the project ÆgirAwseome6000… 🙂

The project can be found here: https://t.co/E3FE9q3DbW


16. febrúar 2025 – Upplýsingar vegna WWII

Nýverið bárust upplýsingar um mögulegt skipsflak er tengist seinni heimstyrjöldinni og mögulega áhugaverðan farm í skipinu. Eftir að hafa skoðað málið betur og í samtali við upplýsingagjafa þá eru margar upplýsingar frá njósnadeild breska hersins frá þeim tíma sem var að störfum á Íslandi. Gróf áætlun hefur verið mótuð og líklegt megi teljast að þetta verði að verkefni sem skoðað verður sumarið 2025. Þó er alltaf möguleiki á að það tefjist vegna annarra rannsóknarverkefna.


17 október 2024 – Teledyne Gavia AUV

Var boðið í 25 ára afmæli Teledyne Gavia á Íslandi. En Teledyne er risafyrirtæki sem er með fjölbreyttar framleiðslulínur í ýmsum neðansjávarbúnaði á nokkrum stöðum í heiminum. Gavia AUV er ein af þeim línum. Gavia AUV er að fullu sjálfstýrður kafbátur, neðansjávardróni, sem hægt er að útbúa öllum helstu og fullkomnustu neðansjávarskynjurum.

Ég hef fengið tækifæri í gegnum árin að starfa með fyrirtækinu, í tengslum við mína vinnu og þá sérhæfingu sem ég bý yfir, en auk þess líka séð um á sínum tíma kafbát í eigu Háskóla Íslands.

Teledyne hefur nú verið að þróa mun stærri og öfluga „báta“ annars vegar Osprey og svo hins vegar SeaRaptor, sem getur farið niður á 6000m dýpi.

(EN)

Was invited to the 25th anniversary of Teledyne Gavia in Iceland. But Teledyne is a giant company that has diverse production lines in various underwater equipment in several parts of the world. The Gavia AUV is one of those lines. The Gavia AUV is a fully autonomous submarine, underwater drone, which can be equipped with all major and advanced underwater sensors.

I have had the opportunity over the years to work with the company, in connection with my work and the specialization I possess, but in addition I also took care of a submarine owned by the University of Iceland at one time.

Teledyne has now been developing much larger and more powerful „boats“ on the one hand Osprey and on the other hand SeaRaptor, which can go down to a depth of 6000m.


ROV Sea Tests and Pier Mooring Inspection

20. júlí 2024

Did some sea tests, balance, and buoyancy tuning. Also pier mooring and chain inspection. All looks good even though a lot of marine growth is on the chains.


Könnunarleiðangur í nokkur frávik og skoðanir

29. júní 2024

Skotist var í stuttan könnunarleiðangur út fyrir Kópavogshöfn. Nokkur frávik skoðuð með ROV. Þrír staðir kannaðir. Sjórinn var spegilsléttur og frábært að sigla. Ekki hélst það í hendur þegar niður á botn var komið þar sem skyggni var með því minnsta móti, amk á þessum stöðum.


Könnunarleiðangur frávik 110

07. október 2023

Október veður eins og það gerist best. Sjórinn spegilsléttur og aðstæður með því allra besta til að fara í könnunarleiðangur.


Umrætt frávik kom fram í leiðangri 2015 og 2018. Á þeim tíma tókst okkur ekki að kanna hverskyns þetta frávik var. Nú var kominn tími til að bæta úr því. Lögðum af stað úr Kópavogshöfn um hádegisbilið og tók það okkur um það bil klukkustund til eina og hálfa að komast á staðinn. Þegar við vorum komnir á staðinn þýddi ekkert að bíða. Áhugi og spennan er alltaf til staðar um hvort væri að ræða nýtt skipsflak eða hvort umrætt frávik „target“ væri aðeins náttúrulegs eðlis.

Side Scan Sonar image of the target obtained in an expedition in 2015.

Sjólagið eins og fyrr sagði var eins og myndirnar bera með sér, spegilslétt og lítill straumur þar sem við hittum akkurat á liggjandann.
Þrátt fyrir gott sjólag, og að veður hafði verið gott degi áður þá er það engin trygging að skyggni á þessum stað sé neitt að ráði. Reynsla okkar hefur sagt okkur það, þar sem við höfum verið að skoða önnur frávik og þar á meðal skipsflök ekki svo langt frá og vaninn hefur verið sá að skyggnið hefur verið lítið sem ekkert.

Líka þrátt fyrir að veður spili með þá er margt annað sem getur farið úrskeiðis eða bilað. Sem betur fer voru minniháttar vandamál sem komu upp í þessari ferð og tókst okkur nokkuð ágætlega upp.

Líklegast er um að ræða grjót, og steina sem eru þarna af náttúrulegum aðstæðum. Þó er alltaf möguleiki á að þetta sé ballast úr gömlu flaki en ekki var að sjá neitt manngert á staðnum. Ekki er úr myndinni að þetta frávik verði skoðað aftur.

ROV video 07.10.2023 af anolomy #110

Skyggni í sjónum var <1 meter. Dýpi 22 metrar, sjávarhiti ¨+10°C, enginn straumur. Leðju-leir botn. Köfunartími ROV 40 mínútur.

(EN)

Anomaly #110 – 7 October 2023

October weather is at its best. The sea is crystal clear and the conditions are the best for exploring.
The anomaly in question was observed during the 2015 and 2018 expeditions. At that time, we were unable to investigate what this anomaly was. Now it was time to fix it. We left Kópavogur port around noon and it took us about an hour to an hour and a half to get there. Once we got there, there was no point in waiting. There is always interest and excitement about whether it was a new shipwreck or whether the „target“ deviation was only natural.

The sea, as mentioned earlier, was as the pictures show, mirror smooth and a small current where we met exactly on the shore.
Despite the good sea conditions and the fact that the weather had been good the day before, there is no guarantee that the visibility at this place will be anything to go by. Our experience has told us that, as we have been looking at other anomalies including shipwrecks not so far away the habit has been that the visibility has been little to none.

Also, even though the weather plays a role, many other things can go wrong or fail. Fortunately, there were minor issues that arose on this trip and we managed quite well.

It is most likely rocks and stones that are there due to natural conditions. However, there is always the possibility that this is ballast from an old wreck, but nothing man-made could be seen on the spot. It is not out of the picture that this deviation will be examined again.

Visibility in the sea was <1 meter. Depth 22 meters, sea temperature ¨+10°C, no current. Mud-clay bottom. Dive time ROV 40 minutes.

Reykjavíkurhöfn (Reykjavikur harbour) 07.10.2023

July 2023 – Greenland AUV Recovery Mission

Not really a shipwreck expedition but….

Research vessel (R/V) Skagerak worked on a research study in the Sermilik fjord in Greenland in July 2024. Some of the research was done with a Hugin AUV „3000 m“(Autonomous Underwater Vehicle „Underwater Drone“)

In one of the missions, the AUV went into emergency failsafe mode and needed to surface. The Fjord was full of ice and Icebergs, and the AUV got stuck under one of the icebergs. So now was a time for a search and recovery operation.

Sermilik fjord, with icebergs and ice’s. Picture taken from Icelandair airplane, a short distance from Kulusuk airport (Date taken: 22.07.2023)

Traveling to and from Greenland can be pretty complicated, especially if you have to fly with a lot of equipment, i.a. vulnerable stuff such as ROV „Remotely Operated Vehicle“ and diving equipment. Then go on foot or try to arrange a vehicle that can take all the equipment and bring it down to the dock, if there is a dock or harbor there. Then go by boat to meet a research vessel far into a Fjord with minimal electronic communication and internet connection available, except for some VHF and SAT-COM communications.

More to read here……..


4. júní 2023 – ROV prófanir

Eftir samsetningar og uppfærslur á neðansjávarmyndavélinni eða ROV (e. Remotly Operated Vehicle) þennan vetur var ákveðið að skreppa aðeins út á sjó og athuga hvort allt virkaði ekki sem skildi fyrir þetta rannsóknarsumar.

Á siglingu á leið á rannsóknarsvæðið

Ákveðið var að fara stutt frá bænum og nýta þetta þokkalega sjólag og veður sem hefur verið að undanförnu. Byrjuðum við að fara á skipsflakið „H“ sjá hér. en við höfum undanfarin ár verið að rannsaka það og safna gögnum. Ávallt hefur verið aðstæður neðansjávar ekki verið þær bestu til slíkra rannsókna og þessi dagur var þar ekki undantekning, handónýtt skyggni. Þrátt fyrir það tókst okkur að finna flakið og prófa okkur áfram í ca. klukkustund. Áður en farið var á næsta stað og frekari prófanir gerðar á öðru flaki.

Yfirfærsla af gögnum frá ROV yfir á fartölvu. (5.6.2023)

Í leiðangri árið 2015 fundum við þetta frávik en fram að þessu höfum við ekki náð að staðfesta hvort þetta sé skipsflak og þá mögulega hvaða. En nokkur koma til greina. Eftir þessar prófanir okkar þá getum við sannarlega staðfest að um skipsflak er að ræða. Við höfum grun um hvert og er það líklegast um 110 ára gamalt skipsflak um að ræða. Eins og sjá má á myndum er lítið sem ekkert skyggni en eftir greiningarvinnu á myndböndum og ljósmyndum má sjá klárlega spítnabrak af kjöl og ýmsum öðrum hlutum sem staðfestir sónar myndir, sem og önnur gögn sem við höfum aflað. Frekari rannsóknir framundan.

Dýpi 12m, hitatig sjávar +8° C.

Meira um þetta má finna hér á síðu um Skipsflakið „V“.

(AÞE / RE / HH / JKÞ)

Skjáskot úr myndbandi af flakinu (5.6.2023)
Skjáskot úr myndbandi af flakinu (5.6.2023)
Skjáskot úr myndbandi af flakinu (5.6.2023)
Skjáskot úr myndbandi af flakinu (5.6.2023)
Skjáskot úr myndbandi af flakinu (5.6.2023)

Winter 2022 -2023

As the main expedition season is put on hold because of the winter it´s a good time for equipment maintenance and building new ones.

Here are two ROVs going through meticulous care maintenance, and upgrade.

Also, our old but trusted underwater camera dive sled will be getting a heavy upgrade as it is needed to handle extreme and rigorous missions where it needs to perform in high current water.

We hope that the year 2023 will give us some exciting adventures in our search for new shipwrecks and investigating others. Our list is quite long.

Two ROVs (Remotly Operated Vehicles) are under maintenance and upgrade. (Image: Diveexplorer – 12.2022)
Two ROVs (Remotely Operated Vehicles) are under maintenance and upgrade. (Image: Diveexplorer – 12.2022)
The old underwater camera dive sled. (Image: Diveexplorer – 11.2022)

Október 2022

Ávallt spennandi þegar ný skipsflök detta inn á sónarinn. Hér höfum við skipsflak sem við erum að rannsaka. Nokkrir leiðangrar hafa verið farnir (fjórir) en þeir hafa flestir verið ófullnægjandi og höfum við ekki náð að sinni að safna nægum gögnum.

Við höfum sterka hugmynd um hvaða skipsflak þetta er og verður það ekki gefið upp strax. Amk. ekki fyrr en staðfesting er komin og næg gögn og upplýsingar. Dýpið á þessum slóðum er um 40 metrar.

Það sem hægt er að gefa upp að svo stöddu er að það sökk á 20. öld, og því ekki fornminjar (fellur ekki undir fornminjalög. Aftur á móti það sem flækir hlutina, og því viljum við vera vissir um hvaða flak þetta er, því ekki ólíklega að það hafi orðið mannskaði þegar skipið sökk.

Við viljum vanda til verka þegar slíkt ber undir.

Tvígeislamæling af skipsflakinu. Skipsskrokkslagið leynir sér ekki. Side Scan Sonar image of the Shipwreck.
Down Scan Image of the Shipwreck

Hefurðu upplýsingar eða sögu um skipsflak / mannskaða sem þú vilt deila með okkur. Vantar þig upplýsingar sem gæti skipt máli, eða ekki um atburði út á sjó/vatni sem gæti varpað ljósi á skipsskaða. Hafðu samband og sendu tölvupóst. Ef um er að ræða trúnaðarmál, leyndó,, ekki málið, þess er vandlega gætt hér. diveexplorer@dive-explorer.com

Meira hér………………………………

(EN) Always exciting when new shipwrecks fall onto the sonar. Here we have a shipwreck that we are investigating. Several expeditions have been carried out (four), but most of them have been insufficient and we have not been able to collect enough data.

We have a strong idea of which shipwreck this is and it will not be released immediately. At least, not until confirmation has arrived and sufficient data and information.

What can be stated at the moment is that it sank in the 20th century, and therefore, is not an antiquities/protected (does not fall under antiquities law. On the other hand, what complicates things, and therefore we want to be sure, is that human casualties occurred when a ship sunk, i.e. in the case of the ship we suspect.

We want to work hard when this is necessary.

(EN-INFO) Do you have information about shipwrecks that you wanna share with us? Be in contact. If you need it to be a secret, no problem. Email us: diveexplorer@dive-explorer.com

More information here…………………..


July 2022 – Lake Þingvallavatn – Equipment tests

Constantly trying to tune and tweet the equipment for the underwater environment. Not often I can get the chance to test my equipment in Lake Thingvallavatn. But it is a great place to do so. It’s of course fresh water, cold, and pretty deep (+100m). So if there is a failure in the equipment the damage can be minimal compared to salt water. And also the recent accident in the lake taught me many things about searching and mapping the lake.

Lake Þingvallavatn (DE-23.7.22)

The test for the day was a new high-frequency side scan sonar, an underwater towed camera platform with a high-resolution video camera and lights.