Arctic (+1943)

M.s Arctic strandaði á Snæfellsnesi þann 17. mars 1943. Arctic lagði frá Reykjavíkurhöfn þriðjudagskvöldið 16 mars á leið til Vestmannaeyja á leið í fiskflutninga. Um borð voru 100 tonn af ís, og nokkuð af tómum kössum.

Strandaði skipið á sunnanverðu Snæfellsnesi við Melhamar á Mýrum (Stakkhamarsnesi). Komst skipið inn fyrir skerjaklasann og inn á sandinn við ströndina.

Hafði skipið rifið stórseglið á siglingu til Vestmannaeyja og sendi áhöfnin hjálparkall klukkan 4 um nóttina aðfaranótt miðvikudags. Hjálparkallið heyrðist ógreinilega hvar skipið væri statt en það heyrðist að það væri að reka á land. Talið var að það væri statt undan Garðskaga eða Skipaskaga.

Arctic á ytri höfninni við bæinn Gourock á vestursströnd Skotlands sumarið 1942. Heimild; fornleifur.blog.is

Leitin að skipinu

Eftir leit úr lofti fannst Arctic í fjörunni á Snæfellsnesi, en mannbjörg hafði orðið, allir skipverjar komust á heilu og höldnu í land.

Skipið náðist ekki út og hófst vinna við að bjarga munum úr skipinu og fór fram uppboð (tilboð) á þeim munum sem náðist að bjarga. Auglýsingar vegna þess komu fram í blöðum 3 maí 1943.

Strandaði skipið á sunnanverðu Snæfellsnesi við Melhamar á Mýrum (Stakkhamarsnesi) . Kort; Map.is
Skútan Arctic

Skipstjórinn Jón Ólafsson

Skipstjóri Arctic var Jón Ólafsson, en hann lést skömmu eftir strandið að Hjarðarfelli á Snæfellsnesi, Miklaholtshreppi. Hann var 63 ára að aldri er hann lést. Andlát hans mátti rekja til strandsins vegna áreynslu og veikinda.

M.S. Arctic

Arctic hafði verið á vegum Fiskimálanefndar þegar það strandaði en það var fyrsta frystiskip Íslendinga. Skipið var seglskip en þó með 160 hestafla hjálparvél. Það hafði verið smíðað árið 1919, úr eik og furu, 488 rúmlestir. Það var keypt 1939 á 107 þúsund, þá 20 ára gamalt. Kom það til Íslands vorið 1940. Það hafði alltaf verið á vegum Fiskimálanefndar og hafði aldrei reynst vel, talið stórgallað og ekki reynst happa skip. Þó kom það öllum skipverjum í land á lífi í þessu strandi.

Hefurðu upplýsingar um Arctic ? Hafðu samband, sendu mér póst: DiveExplorer@dive-explorer.com
Heimildir:

Færðu inn athugasemd